Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær hefur farið þess á leit við Íbúðalánasjóð að sjóðurinn dragi til baka uppsagnir á leiguíbúðum í eigu sjóðsins í Hafnarfirði og ekki er búið að selja. Beiðni hljóðar jafnframt upp á það að þessar íbúðir verði ekki seldar a.m.k. næstu þrjú árin og þá verði staða á markaði endurmetin áður en gengið verður fram með sölu þeirra.
Hafnarfjarðarbær hefur farið þess á leit við Íbúðalánasjóð að sjóðurinn dragi til baka uppsagnir á leiguíbúðum í eigu sjóðsins í Hafnarfirði og ekki er búið að selja. Beiðni sveitarfélagsins hljóðar jafnframt upp á það að þessar íbúðir verði ekki seldar a.m.k. næstu þrjú árin og þá verði staða á markaði endurmetin áður en gengið verður fram með sölu þeirra.
Fjöldi íbúa í Hafnarfirði hefur leitað til sveitarfélagsins síðustu daga og vikur eftir aðstoð við leit að leiguhúsnæði á svæðinu. Er hér um að ræða nýjan hóp samfélagsþegna sem leitar eftir aðstoð og á skv. núgildandi reglum um félagslegt húsnæði ekki á rétt á slíku húsnæði. Sumir í þessum hópi eiga það m.a. sammerkt að búa í húsnæði í eigu Íbúðalánasjóðs og hafa fengið ákveðinn frest til að yfirgefa húsnæðið eða leigusamningar gerðir til skamms tíma. Í einhverjum tilfellum er hér um að ræða einstaklinga sem hafa sjálfir misst viðkomandi húsnæði vegna vanefnda og skulda í kjölfar efnahagshrunsins og fengið leyfi sjóðsins til að búa í húsnæðinu áfram til ákveðins tímabils í senn. Nú hefur Íbúðalánasjóður hins vegar gefið það út að til standi að selja sem flestar eignir sjóðsins fyrir árslok 2017 sem þýðir að stór hópur fólks mun eiga í erfiðleikum með að finna sér húsnæði á næstu mánuðum verði ekki gripið til viðeigandi stuðningsaðgerða. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar hefur þungar áhyggjur af þróun mála og hefur þegar sent forstjóra Íbúðalánasjóðs og félags- og jafnréttismálaráðherra erindi þess efnis. „Það er að myndast nýr hópur fólks sem hvorki getur keypt né leigt húsnæði. Húsnæðisverð er of hátt og leigugjöld sömuleiðis þar sem framboð af leiguíbúðum er ekki að anna tímabundinni eftirspurn. Um er að ræða einstaklinga sem eru með tekjur vel yfir því sem við höfum sett sem skilyrði fyrir möguleika á félagslegu húsnæði, einstaklinga sem ekki hafa áður búið við skort en eru ekki að sjá leið út úr núverandi stöðu“ segir Haraldur.
Hafnarfjarðarbær hefur síðustu mánuði og ár unnið markvisst að því að fækka einstaklingum á biðlista eftir félagslegu húsnæði og gripið til aðgerða sem miða að því að útvega lóðir og húsnæði á viðráðanlegu verði. Sveitarfélagið á og rekur í dag 238 félagslegar leiguíbúðir og leigir að auki 11 íbúðir til endurleigu. Þrjár íbúðir voru keyptar á árinu 2016 og á þessu ári er þegar búið að kaupa fimm íbúðir. Gert ráð fyrir að kaupa 2-3 íbúðir til viðbótar í ár. Samhliða hefur verið samþykkt að leggja það til við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 að a.m.k. 500 millj. kr. verði varið til kaupa á félagslegum íbúðum á nýju ári. Auk þess hefur Hafnarfjarðarbær gert samning við ASÍ um byggingu 150 leiguíbúða á næstu fjórum árum og hefur ASÍ þegar fengið lóðir fyrir 40 íbúðir. Mun bærinn hafa forleigurétt á 25% þessara íbúða fyrir skjólstæðinga sína. Einnig hefur bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar falið bæjarstjóra að stofna sjálfseignafélag um rekstur 8-12 leiguíbúða. Hugmyndin er að leigjendur sjálfir muni annast rekstur félagsins og er drifkraftur verkefnis sá að lækka leiguverð, draga úr yfirbyggingu og auka aðkomu og þátttöku íbúanna. Gert er ráð fyrir að leiguverð á 90 m2 íbúð verði innan við 160 þús. kr. á mánuði.
Mikil uppbygging er að eiga sér stað í Hafnarfirði, búið er að úthluta lóðum í Skarðshlíð fyrir um 240 íbúðir sem eiga að vera tilbúnar um áramótin 2018/2019. Þessa dagana eru svo í auglýsingu lóðir fyrir um 154 íbúðir og geta einungis einstaklingar sótt um hluta þeirra. Síðar á árinu er gert ráð fyrir að lóðir fyrir um 100 íbúðir til viðbótar fari í auglýsingu. Samhliða þessu er vinna við gerð skipulags í Hamranesi farin af stað en reiknað er með uppbyggingu um 300-400 íbúða þar. Auk þessa standa þegar yfir framkvæmdir við nokkur fjölbýlishús í Hafnarfirði. „Ég vil meina að um tímabundið ástand sé að ræða, markaðurinn á eftir að rétta sig af og hagur þessa hóps einstaklinga eftir að vænkast fái þau viðeigandi stuðning og aðstoð í núverandi stöðu. Framboð íbúða í Hafnarfirði er að aukast og ættu um 800 íbúðir að verða tilbúnar á næstu þremur til fjórum árum ef allt gengur eftir. Við erum að keppast við að leggja okkar að mörkum“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar að lokum.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.