Nýr hópur til að hitta aðra og efla félagsleg tengsl

Barnvænt sveitarfélag Fréttir

Nýtt hópastarf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára hefst á næstu vikum í Hreiðrinu í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Markmiðið er að rjúfa einangrun og efla tengsl.

Rjúfum einangrun og styrkjum tengsl!

Nýtt hópastarf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára hefst á næstu vikum í Hreiðrinu í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Hópurinn er fyrir þau sem vilja teygja sig eftir tengslum og vináttu.

„Hópurinn er hugsaður fyrir þau ungmenni sem hafa félagslega einangrast af einhverjum ástæðum og fyrir öll þau sem vilja kynnast öðrum,“ segir Berglind Rún Torfadóttir, deildarstjóri starfsins. Hún hefur reynsluna á áþekku starfi Hins hússins og segir þennan nýja hóp byggja á hugmyndinni Vinfús þar.

Berglind Rún Torfadóttir, deildarstjóri starfsins.

„Við munum leggja áherslu á að efla einstaklingana félagslega og skapa heilbrigðan vettvang fyrir afþreyingu og skemmtun,“ segir hún. „Það verður fjölbreytt dagskrá unnin í samvinnu við hópinn.“

Hópurinn hittist vikulega á þriðjudögum frá kl 17:00-20:00. „Skráning fer fram hér og við stefnum á að hópastarfið hefjist í nóvember.“ Þátttaka er umsækjendum að kostnaðarlausu.

  • Endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar! Haft verður samband við öll þau sem skrá sig. Skráning hér.

„Við vonumst til að vera um tíu í hóp,“ segir Berglind. „Reynsla mín er að það myndast alltaf tengsl í svona hópum og við leggjum áherslu á að skapa góðar aðstæður og að þau tengist öðrum, styrkist félagslega og eignist góða kunningja og vini.“

 

Uppfært: Athugið, fyrst stóð að hópurinn hittist á fimmtudögum. Það verður á þriðjudögum.

 

 

Ábendingagátt