Nýr kastali í leikskólanum Vesturkoti

Fréttir

Í sumar hófust framkvæmdir á vegum Hafnarfjarðarbæjar á leiksvæði leikskólans Vesturkots. Gamli kastalinn var tekinn, svæðið lagað og hafist handa við að setja nýjan flottan kastala. Sett var nýtt undirlag úr gervigrasi og mjúku undirlagi.

Í sumar hófust framkvæmdir á vegum Hafnarfjarðarbæjar á leiksvæði leikskólans Vesturkots. Gamli kastalinn var tekinn, svæðið lagað og hafist handa við að setja nýjan flottan kastala. Sett var nýtt undirlag úr gervigrasi og mjúku undirlagi. Gömlu römburnar voru einnig teknar enda gamlar og ónýtar. Í staðinn fengum við flott gormatæki fyrir 2-4 nemendur sem vakið hefur mikla lukku meðal nemenda. Mikil ánægja er hjá starfsmönnum og nemendum með þessa endurnýjun á leiksvæðinu og það er ánægjulegt að hefja nýtt skólaár í leikskólanum Vesturkoti þegar bærinn hefur lagt svona vel í viðhald á leiktækjunum. Starfsmenn og nemendur eru í skýjunum með nýjan kastala sem tekinn var í notkun í þessari viku enda eftirvæntingin búin að vera mikil á meðan starfsmenn á vegum Hafnarfjarðarbæjar unnu að endurbótunum. 

Ábendingagátt