Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nýr leikskóli á Völlunum í Hafnarfirði var opnaður formlega í dag og bætist þar með í hóp þeirra 16 leikskóla sem starfræktir eru í bæjarfélaginu. Uppbygging leikskólans er að öllu leyti fjármögnuð fyrir eigið fé og skólinn því einkennandi framkvæmd fyrir breytta stefnu og áherslur í rekstri bæjarins.
Nýr leikskóli á Völlunum í Hafnarfirði var opnaður formlega í dag og bætist þar með í hóp þeirra 16 leikskóla sem starfræktir eru í bæjarfélaginu. Bjarkalundur er fjögurra deilda leikskóli og mun starfsemi tveggja deilda hefjast nú í ágúst. Uppbygging leikskólans er að öllu leyti fjármögnuð fyrir eigið fé og skólinn því einkennandi framkvæmd fyrir breytta stefnu og áherslur í rekstri bæjarins.
Á Völlunum búa í dag rúmlega 5000 manns og bætir leikskólinn því úr brýnni þörf fyrir leikskólapláss í hverfinu. Tvær deildir við skólann hefja starfsemi sína nú í ágúst. Gert er ráð fyrir að leikskólinn muni taka á móti í kringum 100 börnum þegar allar deildir hafa verið opnaðar en áætlað er að um 25 börn á aldrinum 2ja-5 ára verði á hverri deild. Nafnið Bjarkalundur er niðurstaða úr nafnasamkeppni sem efnt var til á vormánuðum, deildirnar tvær bera heitin Hraun og Mosi. Bjarkalundur starfar í anda Reggio Emila aðferðafræðinnar þar sem leitast er við að horfa á barnið sem getumikinn einstakling, það fái frelsi til athafna og að þroskast á sínum forsendum. Leikskólinn mun strax í upphafi starfsemi sinnar hefja samstarf við Háskólann á Akureyri um þróunarverkefni í læsi. „Við höfum beðið eftir nýjum leikskóla fyrir svæðið með eftirvæntingu um nokkurt skeið. Fjölskyldufólki í hverfinu hefur fjölgað svo um munar og mun fjölga meira á næstu misserum og er uppbyggingin liður í að tryggja alla viðeigandi þjónustu á svæðinu. Ég hlakka til að fylgjast með starfsemi leikskólans og því lífi sem hann færir samfélaginu á Völlunum“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar við opnun leikskólans.
Leikskólinn, sem er ein hæð og kjallari, er byggður samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur en hönnun á húsnæði var í höndum ASK Arkitekta ehf, Mannvits hf og Formu ehf. Byggingaframkvæmdir við skólann hófust vorið 2015 að undangengnu útboði þar sem gengið var að tilboði frá SÞ verktökum að upphæð 387.970.801.- krónur. Heildarframkvæmdarkostnaður mun verða um 430 milljónum króna og skýrist mismunur einna helst af magnaukningu, kjallara og öðrum tilfallandi kostnaði. Kostnaðarmat verks var um 420 milljónir króna. „Leikskólinn markar tímamóti í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og er að mínu áliti ákveðinn minnisvarði um þann jákvæða viðsnúning sem er að eiga sér stað í rekstrinum. Nýr leikskóli er að öllu leyti fjármagnaður fyrir eigið fé Hafnarfjarðarbæjar og framkvæmdin því gott dæmi um breyttar áherslur og stefnu í rekstri bæjarins“ segir Haraldur. Sveitarfélagið hefur á síðustu mánuðum markvisst unnið að því að greiða upp óhagstæð lán, draga úr nýrri lántöku og framkvæma fyrir eigið fé. Gangi allt eftir í ár verður árið 2016 fyrsta ár í rekstri Hafnarfjarðarbæjar a.m.k. frá árinu 2002 þar sem engar lántökur eru á vegum sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…