Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í byrjun desember óskaði Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum í hönnun og byggingu sex deilda leikskóla við Áshamar 9 í Hamraneshverfi í Hafnarfirði. Sjö tilboð bárust og samþykkt að taka tilboði Þarfaþings hf. Framkvæmdir við leikskólann eru hafnar sem einkennast af hagkvæmni og nýjum lausnum og leiðum.
Í byrjun desember óskaði Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum í hönnun og byggingu sex deilda leikskóla við Áshamar 9 í Hamraneshverfi í Hafnarfirði, samtals um 1.200 m2. Um alútboð var að ræða og bjóðendur beðnir um að vinna samkeppnistillögur að húsnæði fyrir nýja leikskóla. Sjö tilboð bárust og samþykkti umhverfis- og framkvæmdarráð Hafnarfjarðar á fundi sínum í janúar að taka tilboði Þarfaþings hf. sem bauð 877.544.044.- kr. í verkið. Kostnaðarviðmið verkkaupa var 984.000.000.- Framkvæmdir við leikskólann eru hafnar sem einkennast af hagkvæmni og nýjum lausnum og leiðum.
Samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Þarfaþings handsalaður
„Leikskólabörnum er að fjölga mikið í Hamranesi um þessar mundir enda hefur mikil íbúðauppbygging átt sér stað þar undanfarin misseri. Ákveðið var að leita nýrra leiða við byggingu leikskóla í hverfinu sem bæði myndi stytta framkvæmdatíma og verða hagkvæmari en hefðbundnar byggingar. Þessi framkvæmd lofar góðu og er tilhlökkunarefni að nýr leikskóli opni og taki á móti yngstu íbúum Hamraness,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Til viðbótar í hverfinu er gert ráð fyrir tveggja hliðstæðu grunnskóla og fjögurra deilda leikskóla auk hjúkrunarheimilis og er undirbúningur að hvorutveggja í fullum gangi.
Þarfaþing hefur þegar hafist handa við uppbygginguna og mun byggja og fullgera húsnæðið án lóðar og bílastæða og skila því fullbúnu til notkunar. Hugmyndir að skipulagi, lausnum og efnisvali höfðu ákveðið vægi við mat tilboða og á leikskólinn að vera hannaður samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar. Í því felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan alls fólks í fyrirrúmi. Leikskólinn verður byggður upp með Modules timbureiningum sem settar eru saman í verksmiðju við bestu aðstæður. Einingarnar eru fluttar fullbúnar með veggjum, gólfi og þaki á verkstað og þeim raðað saman teikningum samkvæmt. Leikskólinn verður á einni hæð í L-laga formi um eitt miðsvæði sem mun halda utan um starfsemina og leikskólalóðina auk þess að mynda skjól. Hugmynd Þarfaþings þykir stílhrein, heimasvæðin björt, litrík og aðlaðandi, aðkomuleiðir greinilegar og góð tenging milli allra svæða. Gert er ráð fyrir að einingarnar verði fluttar á verkstað í sumar og er undirbúningur og vinna við sökklagerð í fullum gangi.
Jarðvinnu vegna bílastæða og húss er lokið, en Grafa og grjót bauð lægst í þann verklið. Hafnarfjarðarbær gekk jafnframt núverið til samninga við fyrirtækið Landslag eftir útboð, vegna hönnunar lóðar og bílastæða við nýjan leikskóla. Hönnun lóðarinnar er komin á lokastig og að lokinni hönnun verður lóðin boðin út. Lóð leikskólans á að vera tilbúin þegar leikskólinn verður opnaður í febrúar 2025.
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…