Nýtt leiksvæði við Hvaleyrarvatn í mótun

Fréttir Tilkynningar

Hafnar eru framkvæmdir við nýtt leiksvæði við vesturenda Hvaleyrarvatns þar sem til stendur aðkoma fyrir kastala og stórri rólu. Lumar þú á góðu nafni fyrir nýtt leiksvæði á þessum ævintýrlega stað sem býður upp á svo mikla og margþætta möguleika til útivistar og upplifunar?

Paradís og fjölþætt útivitarsvæði í upplandi Hafnarfjarðar

Hafnar eru framkvæmdir við nýtt leiksvæði við vesturenda Hvaleyrarvatns þar sem til stendur aðkoma fyrir kastala og stórri rólu. Svæðið sem um ræðir er í nágrenni grillaðstöðunnar og nýju bílastæðanna sem kláruð voru í fyrra. Framkvæmdin tengist uppbyggingu á svæðinu sem nær til Hvaleyrarvatns og Höfðaskógar. Þegar hefur stígur við vatnið verið lagaður, betri stæði eru komin við vesturenda vatnsins og nú stendur til að koma upp leiksvæði fyrir börnin til að fjölskyldan öll geti notið.

Gert er ráð fyrir að svæðið verði tilbúið til notkunar um miðjan júlí 2023.

Ertu með hugmynd að nafni?

Lumar þú á góðu nafni fyrir nýtt leiksvæði á þessum ævintýrlega stað sem býður upp á svo mikla og margþætta möguleika til útivistar og upplifunar? Við hvetjum alla áhugasama til að senda inn tillögu að nafni og gaman væri ef nafni fylgdi saga um tilkomu og hugmynd að baki tillögu að nafni. Tekið er á móti tillögum til og með föstudeginum 30. júní.

Leiksvæði við Hvaleyrarvatn - nafnasamkeppni

Við leitum að skemmtilegu og lýsandi nafni fyrir nýtt leiksvæði við vesturenda Hvaleyrarvatns!

Þitt nafn eða netfang svo hægt sé að hafa samband við þig ef á þarf að halda
Ábendingagátt