Nýr skjár vígður í Ásvallalaug 

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur lagt Sundfélagi Hafnarfjarðar til nýjan og glæsilegan skjá í Ásvallalaug sem þegar er kominn í virka notkun og nýttur sem hluti af tímatöku, kynningum og ýmsu í tengslum við mótahald. Skjárinn var meðal annars notaður á árlegu jólamóti SH og Fjarðar sem haldið var laugardaginn 9. desember síðastliðinn. Við það tilefni var skjárinn afhentur formlega og vígður af Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar.  

Jólamót með kertasundi á aðventunni   

Hafnarfjarðarbær hefur lagt Sundfélagi Hafnarfjarðar til nýjan og glæsilegan skjá í Ásvallalaug sem þegar er kominn í virka notkun og nýttur sem hluti af tímatöku, kynningum og ýmsu í tengslum við mótahald. Skjárinn var meðal annars notaður á árlegu jólamóti SH og Íþróttafélagsins  Fjarðar sem haldið var laugardaginn 9. desember síðastliðinn. Við það tilefni var skjárinn afhentur formlega og vígður af Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Þetta jólamót er hefð félaganna og hefst mótið að morgni með kertasundi yngri sundiðkenda.  

Tímatökubúnaður og aukin tækifæri til miðlunar  

Nýr skjár og tilheyrandi kerfi opna á mikil tækifæri til miðlunar og umbreyta m.a. möguleikum til kynningar, lífandi streymis og þátttöku beint af laugarbakkanum á sundmótum. Tímatökubúnaðurinn er sömu tegundar og búnaðurinn sem fyrir var í Ásvallalaug og félagið hefur margra ára reynslu í að nota á sundmótum. Því er um endurnýjun á búnaði að ræða auk kaupa á snertibúnaði til viðbótar við þann snertibúnað fyrir tímatöku sem fyrir er. Sundfélög á Íslandi eru öll með tímatökubúnað af sömu tegund, Quantum timing system. Tímatökubúnaðurinn er vottaður af FINA (International Swimming Federation) og því um að ræða löglegan og gildan búnað sem nýttur er á sundmótum um allan heim. Skjárinn getur síðan aukreitis nýst sundlauginni sem tilkynningaskjár og fyrir sérstakar uppákomur eins og bíósýningar.

Til hamingju SH með nýja skjáinn ykkar!  

 

Ábendingagátt