Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Síðasta skólaár var 30. starfsár Hvaleyrarskóla. Vegna aðstæðna í samfélaginu var veislu slegið á frest og ákveðið að tengja afmælið við lok vinavikunnar sem haldin var í skólanum í síðustu viku. Til hamingju með stórafmælið Hvaleyrarskóli!
Kurteisi | Ábyrgð | Samvinna – það er Hvaleyrarskóli
Síðasta skólaár var 30. starfsár Hvaleyrarskóla. Síðasta vor stóð til að hafa þemadaga í byrjun apríl til að fagna þessum stóra áfanga. Vegna aðstæðna í samfélaginu var veislu slegið á frest og ákveðið að tengja afmælið við lok vinavikunnar sem haldin var í skólanum í síðustu viku. Hertar aðgerðir höfðu áfram áhrif á skólastarfið og þar með á sameiginleg hátíðarhöld. Vináttan var að sjálfsögðu í hávegum höfð alla vikuna og tækifærið notað til að frumflytja nýjan skólasöng Hvaleyrarskóla. Til hamingju með stórafmælið Hvaleyrarskóli!
Skólasönginn samdi Guðrún Árný Karlsdóttir tónmenntakennari við Hvaleyrarskóla. Hún fékk Pál S. Sigurðsson, fyrrum nemenda í Hvaleyrarskóla, sem starfar í dag sem skóla- og frístundaliði við skólann með sér í lið þegar kom að textagerðinni. Þau luku þessu verkefni á vordögum og hefur söngurinn síðan þá verið sunginn af Sönglist Hvaleyrarskóla og einnig hafa nemendur á samverustundum bæði í vor og í haust sungið skólasönginn. Það hefur reynst áskorun á tímum Covid19 að finna viðeigandi tilefni til að frumflytja sönginn fyrir sem flesta og var í vinaviku ákveðið að slá frumflutningi ekki lengur á frest heldur nýta tækifærið og þar með vinavikuna í frumflutninginn enda fátt meira viðeigandi. Guðrún Árný bjó til myndband við sönginn og eru það nemendur í Sönglistarvali Hvaleyrarskóla sem flytja sönginn við undirleik Guðrúnar Árnýjar.
https://www.youtube.com/watch?v=e_hPu1hOpYs
Munum öll – að þakka fyrir þaðsem okkur er gefið, sama hvað.Með jákvæðni og æðruleysi.Það sem bætir lífið okkar er kurteisi.
Við í Hvaleyrarskóla stöndum hönd í höndEkkert mun slíta okkar vinabönd.saman skínum skært sem kertaljósþví skólinn minn er mitt leiðarljós
Við hjálpumst alltaf aðnefndu stund og stað,þá kem ég með og stend með þér.
Umhverfið – pössum við vel. Og pössum hvort annað, líka jafn vel.Erum vafin vinatryggð. Það sem bætir lífið okkar er ábyrgð.
Bjóðum hjálp, ef eitthvað er aðog tökum vel eftir, hugsum um það.Í amstri dagsins er mörgu að sinna Það sem bætir lífið okkar er, samvinna.
Lag : Guðrún Árný. Texti : Palli ( Páll S. Sigurðsson) og Guðrún Árný
Hvaleyrarskóli tók til starfa haustið 1990 og var yngsti grunnskólinn í Hafnarfirði þar til árið 2001. Skólabyggingin var reist í áföngum og er á einni hæð nema síðasti áfanginn sem tekinn var í notkun haustið 2004. Sá áfangi er á tveimur hæðum vegna halla lóðarinnar. Skólahúsnæðið er bjart og fagurt og hátt er til lofts. Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall teiknuðu skólann. Hvaleyrarskóli var valinn í bók sem heitir Schools for today and tomorrow ásamt þremur skólum öðrum fyrir Íslands hönd, en í formála þessarar bókar segir: „Bók þessi inniheldur sýnishorn af best hönnuðu skólum í heimi í dag. Þeir hafa verið valdir af alþjóðanefnd sem valin var af OECD til þess að taka út byggingar sem hýsa menntastofnanir. Skólarnir endurspegla margar af þeim bestu hugmyndum sem hafa vaknað eftir vinnu þessarar alþjóðanefndar (PEB) síðustu fimm árin“.
Í skólanum eru tuttugu og ein almenn kennslustofa. Þar er einnig myndmennta-, smíða-, textíl-, heimilisfræði-, raungreina-, tölvu-, tónmennta- og sérkennslustofur. Í skólanum er einnig fyrirlestrarsalur og hátíðarsalur þar sem nemendur borða í hádeginu. Bókasafn er í skólanum og aðstaða fyrir heilsugæslu. Skólalóðin er gróðri prýdd, falleg og vel hönnuð og nýtist vel til leikja. Byggingaframkvæmdir hafa haldist í hönd við fjölgun nemenda í skólanum. Fyrsta árið voru 140 nemendur í níu bekkjardeildum í fyrsta til fimmta bekk. Í dag eru um 450 nemendur í skólanum og starfsfólk liðlega 60. Skólahúsnæðið er nýtt til ýmissa annarra hluta en til hefðbundins skólastarfs. Félagsmiðstöðin Verið starfar í skólanum yfir veturinn og er mikil lyftistöng fyrir félagslíf nemenda. Á sumrin eru haldin námskeið fyrir börn í skólanum á vegum Versins og ÍTH.
Hvaleyrarskóli leggur áherslu á markvissa málörvun en í því felst m.a. að nemendur fá markvissa þjálfun í framsögn og því að tjá skoðanir sínar alla skólagönguna. Ræðupúlt er í öllum kennslustofum til að styðja það starf. Hvaleyrarskóli leggur áherslu á heilsurækt og að bjóða upp á fjölbreytt list- og verknám. Hvaleyrarskóli er SMT skóli en í því felst að lögð er áhersla á að styrkja jákvæða hegðun nemenda, efla og bæta samskipti innan skólans.Skólaárið 1995-1996 útskrifuðust fyrstu nemendurnir frá Hvaleyrarskóla. Skólinn var þá orðinn heildstæður grunnskóli með nemendur í 1.-10. bekk. Árið 2004 var Hvaleyrarskóli einsetinn í fyrsta skipti og var þar með síðasti grunnskóli landsins til þess að verða einsetinn. Árið 2010 var haldið upp á 20 ára afmæli skólans með pompi og prakt.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…