Nýr sproti í starfi tónlistarskóla

Fréttir

Á vordögum hóf ný hljómsveit göngu sína við tónlistarskólann; Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem samanstendur af 35 nemendum sem leika á mismunandi hljóðfæri. Miklar vonir er bundnar við þennan nýja sprota í starfi tónlistarskólans.

Á vordögum hóf ný hljómsveit göngu sína við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar; Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar undir stjórn Ármanns Helgasonar og með aðstoð þeirra Laufeyjar Pétursdóttur og Hlínar Erlendsdóttur. Miklar vonir er bundnar við þennan nýja sprota í starfi tónlistarskólans.

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólans lék í fyrsta sinn saman á vortónleikum miðdeildar miðvikudaginn 25. maí. Hljómsveitina skipa 35 nemendur sem leika á mismunandi hljóðfæri, nemendur sem komnir eru mislangt á hljóðfærin sín og eru öll lög útsett þannig að allir geti verið með. Hljómsveitin mun einnig leika við skólaslit skólans föstudaginn 3. júní kl. 17 í Víðistaðakirkju. 

Upptöku frá vortónleikum miðdeildar er að finna hér

Ábendingagátt