Nýr tómstundavefur í mótun – vertu með!

Fréttir

Í smíðum og mótun er nýr tómstundavefur hjá Hafnarfjarðarbæ. Markmið með nýjum vef er að bæta aðgengi að upplýsingum um framboð á íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði. Efni og innihald á vef mun velta á virkni og skráningu allra félaga, fyrirtækja og samtaka í Hafnarfirði. 

Efni og innihald ræðst á virkni og skráningu allra hlutaðeigandi

Í smíðum og mótun er nýr tómstundavefur hjá Hafnarfjarðarbæ. Markmið með nýjum vef er að bæta aðgengi að upplýsingum um framboð á íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði. Bundnar eru vonir við að til framtíðar litið muni íbúar geta gengið að því vísu að upplýsingar um flest allt frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu allt árið um kring fyrir alla aldurshópa verði aðgengilegar á einum og sama staðnum. Með framtakinu er verið að svara ákalli íbúa, ungmenna sveitarfélagsins og fjölmenningarráðs um betra aðgengi að upplýsingum um það sem er í boði innan bæjarmarkanna. Efni og innihald á vef mun velta á virkni og skráningu allra félaga, fyrirtækja og samtaka í Hafnarfirði. 

Opið fyrir skráningar allra félaga, fyrirtækja og samtaka í Hafnarfirði – vertu með!  

Draumurinn er að vefurinn hafi að geyma allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu. Á vefnum verður hægt að sía framboð íþrótta og frístunda eftir aldri. Fjöldi félaga í Hafnarfirði hefur þegar fengið hvatningu um skráningu á upplýsingum á vef um allt það sem í boði er hjá þeim. Hægt verður með auðveldum hætti að þýða efni á vef á önnur tungumál en íslensku.  

Félög, fyrirtæki og samtök sem eiga eftir að skrá sín námskeið og frístundir geta gert það hér  

Við hvetjum þitt félag, fyrirtæki og/eða samtök til að skrá ykkur til leiks!  

Ábendingagátt