Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar tilnefndur til vefverðlauna

Fréttir

Dómnefnd Íslensku Vefverðlaunanna hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur og hefur nú valið efstu fimm vefverkefni í hverjum flokki. Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar er í hópi þeirra fimm vefverkefna sem tilnefnd hafa verið í flokknum Opinberi vefur ársins. Afhending verðlaunanna fer fram í Silfurbergi Hörpunnar n.k. föstudag.

Dómnefnd Íslensku Vefverðlaunanna hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur og hefur nú valið efstu fimm vefverkefni í hverjum flokki. Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar er í hópi þeirra fimm vefverkefna sem tilnefnd hafa verið í flokknum: Opinberi vefur ársins og er þar í hópi vefverkefna Einkaleyfastofu, Kópavogsbæjar, Íslandsstofu og Veitna. Afhending vefverðlaunanna fer fram í Silfurbergi Hörpunnar föstudaginn 27. janúar

Topp 5 í hverjum flokki er að finna HÉR

Samtök vefiðnaðarins

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við. SVEF sér árlega um framkvæmd Vefverðlaunanna, en fyrsta verðlaunaafhendingin var haldin árið 2000. Félagið stendur árlega fyrir ráðstefnunni IceWeb, sem er metnaðarfull alþjóðleg ráðstefna um vefmál, auk fjölda smærri fyrirlestra, umræðufunda og mannfagnaða fyrir félagsmenn. Félagsmenn SVEF eru um 300 talsins en og koma úr ýmsum sviðum vefheima en meðal félagsmanna má m.a. finna vefara, forritara, hönnuði, vefstjóra, prófara, markaðsstjóra, framkvæmdastjóra, kennara o.s.frv.

Ábendingagátt