Nýsköpunarkennari grunnskólanna 2022 er Ásta

Fréttir

Ásta Sigríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla, var valin Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2022 í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, NKG. Ásta hlaut sem viðurkenningu 150.000 krónur í boði Samtaka iðnaðarins ásamt verðlaunabikar og viðurkenningarskjali. 

Nýsköpunarkennari grunnskólanna vill efla sjálfstæði nemenda

AstaVidistadaskoli

Ásta Sigríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla, var valin Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2022 í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, NKG. Ásta hlaut sem viðurkenningu 150.000 krónur í boði Samtaka iðnaðarins ásamt verðlaunabikar og viðurkenningarskjali. Markmið með kennslutilhögun Ástu er að efla sjálfstæða og gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi, framtakssemi, og að nemendur sjái alltaf tækifæri og lausnir við hverju verkefni. Þannig hugarfar nýtist í öllu námi og í lífinu sjálfu, og hjálpar nemendum að setja sig í fótspor annarra.  Ítarlegri upplýsingar um kennslutilhögun Ástu Sigríðar má finna á vef NKG.

Innilega til hamingju Ásta og Víðistaðaskóli! 

NKG2022MaiÞórey Ósk Sæmundsdóttir, samstarfskona Ástu, tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd Ástu sem var erlendis og gat ekki verið viðstödd. Hér með Árna Sigurjónsson formanni SI við afhendingu viðurkenningar í Háskólanum í Reykjavík. 

Ábendingagátt