Nýsköpunarstofa fyrir námsfólk og frumkvöðla

Fréttir

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að skapa 250 ný sumarstörf og fjölga þeim störfum sem í boði eru fyrir hafnfirskt námsfólk og frumkvöðla nú í sumar. Ákvörðunin er liður í framkvæmd á Covid19 aðgerðaáætlun sveitarfélagsins.

250 ný og skapandi störf
sumarið 2020

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að skapa
250 ný sumarstörf og fjölga þeim störfum sem í boði eru fyrir hafnfirskt
námsfólk og frumkvöðla nú í sumar. Reisulegt húsnæði Menntasetursins við Lækinn
í Hafnarfirði verður þannig gert að nýsköpunarstofu og mun hópurinn fá þar
aðstöðu til nýsköpunar og rannsókna auk þess að hafa greiðan aðgang að
sérfræðingum sveitarfélagsins. Ákvörðunin er liður í framkvæmd á Covid19
aðgerðaáætlun sveitarfélagsins.

IMG_9592

80 verkefnatillögur
liggja fyrir nú þegar

Covid19 aðgerðaáætlun Hafnarfjarðarbæjar tekur m.a. til
nýsköpunar ungs fólks og frumkvöðla. Þegar aðgerðaáætlun var samþykkt þann 1.
apríl sl. var sviðum bæjarins falið að taka saman lista yfir ný og afmörkuð
verkefni þar sem nýta megi menntun og færni þátttakenda til nýjunga og umbóta í
starfsemi bæjarins. Nær þetta m.a. til starfsemi og verkefna á sviði umhverfis-
og framkvæmdamála, upplýsingatækni, fræðslumála, fjölskyldumála, menningarmála,
íþróttamála og heilsueflandi samfélags sem sótt hefur verið um fyrir í
Nýsköpunarsjóð námsmanna. Í heild bárust 80 verkefnatillögur frá sviðunum sem
samsvara u.þ.b. 230 störfum.

„Það verður frábært
að sjá Menntasetrið við Lækinn fyllast af lífi og sköpun nú í sumar en í þeim
aðstæðum sem við sem samfélag erum nú í geta svo sannarlega falist ný tækifæri.
Skapandi hugsun og frjóar hugmyndir verða einmitt oft til þegar kreppir að. Við
ætlum að nýta okkur hugmyndaauðgi fólks til að fá ferskar og góðar hugmyndir
inn í starfsemi sveitarfélagsins. Verkefni bæjarins eru mörg og fjölþætt og eru
mikil verðmæti fólgin í því að fjárfesta í nýsköpun og skapandi greinum og
tryggja um leið unga fólkinu okkar sumarstörf,“
segir Rósa Guðbjartsdóttir
bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Tillögurnar snúast flestar um krefjandi og metnaðarfull
rannsóknarverkefni sem auglýst verður eftir háskólanemum til þess að vinna að í
sumar en einnig ýmis átaksstörf sem tengjast t.d. aukinni stafrænni þjónustu og
framkvæmdum í bæjarlandi auk skapandi sumarstarfa til þess að glæða bæinn lífi
í sumar.

Sumarstörf í
Vinnuskóla Hafnarfjarðar

Nú þegar hefur mikil aukning orðið í umsóknum í
Vinnuskóla Hafnarfjarðar og það hjá öllum aldurshópum. Allir þeir sem eru á
aldrinum 14-17 ára fá vinnu og sýna nýjustu tölur mikla aukningu í hópi 17 ára
umsækjenda eða a.m.k. tvöföldun. Biðlisti er þegar kominn í störf 18 ára og
eldri og mun ákvörðun bæjarráðs frá því í dag m.a. taka til þeirra starfa.

Sjá ákvörðun bæjarráðs hér – liður 1

Störfin fara í auglýsingu á næstu dögum og verður hægt að sækja um þau á ráðningavef Hafnarfjarðarbæjar eða hér.

Ábendingagátt