Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Evrópska nýtnivikan tók á sig skemmtilegan blæ á leikskólanum Norðurbergi nú í morgun þegar starfsmenn mættu í skiptiflíkum af hver öðrum. Nýtnivikan stendur yfir dagana 16. – 24. nóvember en má þó endast allt árið.
Evrópska nýtnivikan tók á sig skemmtilegan blæ á leikskólanum Norðurbergi nú í morgun þegar starfsmenn mættu í skiptiflíkum af hver öðrum. Bleikur jakki fékk til að mynda framhaldslíf þegar Anna Borg leikskólastjóri, tók hann að sér.
„Já, jakkinn verður áfram partur af hringrásarhagkerfinu með því að lengja líftíma hans,“ segir hún. Vikan hafi byrjað á þessum fatamarkaði starfsmanna. Svo hafi þeir fengið foreldra í lið með sér og boðið þeim að taka þátt.
„Við erum reyndar alltaf með fataskiptimarkað fyrir börnin í anddyri leikskólans“ segir Anna Borg og lýsir því hvernig þau stóðu að svona fatamarkaði upp úr hruni, þá var virkilega þörf.
„Þá gerðum við þetta í samráði við Rauða krossinn sem skaffaði kassa og föt/skó fyrir börn. Svo varð verkefnið sjálfbært, foreldrar taka úr eða setja í kassana“ lýsir hún.
Nú, dagana 16. – 24. nóvember, stendur Evrópska nýtnivikan yfir. Markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
Leikskólinn á Norðurbergi er ekki sá eini sem tekur þátt. Engidalsskóli er einnig þar á meðal, vigtar mat úr matsal næstu vikurnar og er einnig með skiptifatamarkað fyrir starfsfólk.
Þema ársins er matarsóun undir slagorðinu Það er óbragð af matarsóun!
„Já, við byrjuðum á fataskiptimarkaði, svo ýttum við á foreldrana varðandi umbúðir og gegn matarsóun,“ segir Anna Borg.
„Sjálf tek ég kassana utan af til dæmis Cheerios-pakkanum og pressa saman í búðinni og skil eftir, leyfi þeim að farga því enda flestar verslanir með flokkun,“ segir hún. „Af hverju erum við að velja grænmeti í umbúðum þegar við getum sleppt því?,“ spyr hún.
Anna Borg segir að lengi hafa verið unnið með gegn matarsóun í leikskólanum á Norðurbergi.
„Við erum búin að molta mat frá árinu 1998; erum með 7.450 lítra tunnur á lóðinni. Við pössum okkur að vinna gegn matarsóun með því að setja minna á diskana, fá sér oftar. Ónotað grænmeti verður að súpu og afgangur af ósnertum fiski fer í fiskibollur sem dæmi,“ nefnir hún.
„Við erum fyrsti Grænfánaleikskóli landsins,“ segir hún og lýsir því hvernig skólinn barðist fyrir því að taka þátt í verkefninu sem leiddi til þess að Landvernd sá að verkefnið hentaði leikskólum jafnvel eins og grunnskólum.
Anna Borg er sjálf mjög umhverfissinnuð. „Yfirmaðurinn verður að vera drifkrafturinn,“ segir hún. „Þetta er ástríðan mín; umhverfisvernd og flokkun, öll neysluvenja, hefðir og menning. Þetta hefur fylgt mér alla ævi.“
Móðir hennar, sem hafi komið úr sveit, hún var fyrirmyndin. Svo hafi hún búið átta ár í Svíþjóð. „Svíar voru komnir langt á undan okkur í flokkun og loppumörkuðum þegar ég flutti heim aftur. Þar sá ég ljósið. Það var æðislegt.“
Já, leikskólinn á Norðurbergi er frábær fyrirmynd í umhverfismálum. Umhverfisstofnun hvetur fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir, skóla og almenning til þess að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn matarsóun með því að gefa afgöngunum gaum.
Umhverfisstofnun ásamt öðrum sem standa að verkefninu Saman gegn sóun, þar á meðal borginni, hefur útbúið einfalt kynningarefni og hugmyndir fyrir þau sem vilja taka þátt sem öllum er frjálst að nýta, sjá hér.
„Við hvetjum öll sem taka þátt í Nýtnivikunni í ár að deila því með okkur á Facebook síðu Saman gegn sóun eða Instagram, með því að merkja okkur eða senda skilaboð og við deilum því áfram,“ segir í hvatningartexta Umhverfisstofnunar til þátttöku.
„Þetta hefur verið draumur hjá mér síðan ég var krakki,“ segir Knútur Hreiðarsson matreiðslumaður sem hefur ásamt eigendum Sydhavn blásið…
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.