Nýtt á Kortavef Hafnarfjarðar – framkvæmdir  

Fréttir

Sumarið er tími framkvæmda og mikið af framkvæmdum, stórum sem smáum, í gangi um allan bæ. Framkvæmdir vekja bæði áhuga og geta valdið raski og lokunum bæði tímabundið og til lengri tíma.  Nú má nálgast upplýsingar um allar yfirstandandi framkvæmdir á einum og sama staðnum – á Kortavef Hafnarfjarðar.

Yfirlit yfir framkvæmdir innan bæjarmarkanna

Sumarið er tími framkvæmda og mikið af framkvæmdum, stórum sem smáum, í gangi um allan bæ. Framkvæmdir vekja bæði áhuga og geta valdið raski og lokunum bæði tímabundið og til lengri tíma.  Nú má nálgast upplýsingar um allar yfirstandandi framkvæmdir á einum og sama staðnum – á Kortavef Hafnarfjarðar.

Öflug rauntímaveita og gott verkfæri

Kortavefur Hafnarfjarðar er öflug rauntímaveita og gott verkfæri til að kynnast bænum okkar betur. Hafnarfjarðarbær leggur sífellt meiri og ríkari áherslu á stafræna þjónustu og miðlun fyrir íbúa bæjarins og aðra hagsmunaaðila. Áhersla hefur verið lögð á að uppfæra, fínpússa, stækka og efla kortavef bæjarins, bæta virkni hans og færa inn ný gögn og upplýsingar. Tilgangurinn er að greiða enn frekar aðgang að mikilvægum og vinsælum upplýsingum myndrænt á einum og sama staðnum. Vefurinn er uppfærður daglega og tekur ætíð mið af nýjustu upplýsingum.

Yfirlit yfir allar framkvæmdir

Kortavefur Hafnarfjarðar – Kort af bænum | Hafnarfjörður

Myndband um virkni Kortavefs 

Ábendingagátt