Nýtt búsetuúrræði fyrir fólk með fjölþættan vanda

Fréttir

Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að nýju búsetuúrræði fyrir sjö einstaklinga með fjölþættan vanda. Búsetukjarninn verður staðsettur að Hólalandi á Kjalarnesi. Skapað verður umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að vinna með einstaklinginn út frá eigin forsendum og einblínt á kosti, möguleika, áhugamál og framtíð. 

Unnið út frá forsendum einstaklinganna sjálfra 

Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að nýju búsetuúrræði fyrir sjö einstaklinga með fjölþættan vanda. Búsetukjarninn verður
staðsettur að Hólalandi á Kjalarnesi. Skapað verður umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að vinna með einstaklinginn út frá eigin forsendum og einblínt á kosti, möguleika, áhugamál og framtíð. 

Nýtt úrræði er mikilvæg viðbót  

Markmiðið er að byggja upp heimili fyrir sjö einstaklinga
sem eiga við fjölþættan vanda að stríða, oft með þroskaskerðingar, hegðunar- og
fíkniefnavanda, einhverfu og skyldar raskanir sem eiga í erfiðleikum með að
fóta sig í samfélaginu. Mikil þörf er fyrir búsetuúrræði fyrir þennan hóp og
biðlistar eru í sveitarfélögunum eftir húsnæði fyrir fólk sem hefur þörf fyrir
sérhæfðan stuðning. Hér er því um mikilvæga viðbót að ræða við þau úrræði sem
nú eru til staðar. Hafnarfjarðarbær, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg gerðu hvert um sig með sér samning við sjálfseignarstofnunina EMBLU vegna væntanlegrar búsetu. Andrastaðir hses mun byggja kjarnann og verður íbúðunum
úthlutað í samvinnu sveitarfélaganna þriggja. 

Ábendingagátt