Nýtt deiliskipulag – Kaldárselsvegur

Fréttir

Nýtt deiliskipulag Kaldárselsvegar frá Sörlatorgi við Reykjanesbraut að Hlíðarþúfum er nú komið í auglýsingu. Deiliskipulag afmarkast frá Sörlatorgi að Hlíðarþúfum, alls 8 ha að stærð. Frestur til athugasemda er 10. apríl 2017

Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2017 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Kaldárselsveg í samræmi við 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.  Samhliða
verða gerðar breytingar á mörkum deiliskipulagsáætlana fyrir Mosahlíð og
Áslandi 3.

Deiliskipulagið afmarkast frá Sörlatorgi og
að Hlíðarþúfum alls 8 ha að stærð.

Deiliskipulagstillagan, greinargerð ásamt breytingum
fyrir Mosahlíð og Ásland 3 verða til
sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu
að Norðurhellu 2 frá 27.02 til 10.04.2017.

Einnig er hægt að skoða tillögurnar hér:

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur
á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað eigi síðar en 10.
apríl 2017 á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is. Einnig er hægt að skila inn
athugasemdum skriflega. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingarnar innan
tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Ábendingagátt