Nýtt grillhús á Víðistaðatúni

Fréttir

Á Sumardaginn fyrsta opnar Hafnarfjarðarbær með formlegum hætti nýtt grillhús á Víðistaðatúni og hefur fengið bæjarfulltrúa til að grilla pylsur handa gestum á svæðinu. Til stendur að halda áfram að gera Víðistaðatún enn skemmtilegra en nú er og snýr næsta verkefni að því að fjölga leiktækjum og bekkjum á svæðinu.

Á Sumardaginn fyrsta, meðan á skiptust skin og lauflétt snjókoma, opnaði Hafnarfjarðarbær með formlegum hætti nýtt grillhús á Víðistaðatúni og sáu bæjarfulltrúar um að grilla pylsur handa gestum og gangandi að loknu Víðavangshlaupi sem fram fór á túninu í bítið á fyrsta morgni sumars. Til stendur að halda áfram að gera Víðistaðatún enn skemmtilegra en nú er og snýr næsta verkefni að því að fjölga leiktækjum og bekkjum á svæðinu.

Árið 2015 skilaði starfshópur um framtíðarnotkun Víðistaðatúns af sér tillögum um aðgerðir og framkvæmdir sem höfðu það að markmiði að skapa aukið líf á túninu og ýta undir að bæjarbúar nýttu sér túnið og aðstöðuna þar betur. Unnið hefur verið að útfærslum og undirbúningi við að hrinda hugmyndum þess hóps í framkvæmd. Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðarbæjar hefur síðustu tvö ár verið að endurgera steinhleðslur við tjörnina og koma henni í gott lag.  Í fyrra hófst svo vinna við að hanna nýtt grillhús skammt frá tjörninni sem öllum er aðgengilegt og geta einstaklingar, fjölskyldur og hópar nýtt sér aðstöðuna.

Ábendingagátt