Nýtt salernishús við Hvaleyrarvatn

Fréttir

Í lok maí var nýtt hús, sem hýsir hvorutveggja salerni og aðstöðu til uppvasks og áfyllingar á vatni, tekið í notkun við sunnanvert Hvaleyrarvatn, fyrir neðan skátaskálann Skátalund. Salernishúsið er samstarfsverkefni St. Georgsgildisins í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæjar og er öllum opið frá kl. 8-22 alla daga.

St. Georgsgildið í Hafnarfirði reisir nýtt salernishús við Hvaleyrarvatn

Í lok maí var nýtt hús, sem hýsir hvorutveggja salerni og aðstöðu til uppvasks og áfyllingar á vatni, tekið í notkun við sunnanvert Hvaleyrarvatn, fyrir neðan skátaskálann Skátalund. Salernishúsið er samstarfsverkefni St. Georgsgildisins í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæjar og er öllum opið frá kl. 8-22 alla daga. Hvaleyrarvatn og svæði í kring er kjörið svæði til útivistar, hreyfingar og samveru og liggur göngustígur umhverfis vatnið auk margra gönguleiða í nágrenninu. Framkvæmdin er því verðmæt viðbót á svæðinu. 

IMG_8099

 

Hinn eini sanni skátaandi 

Frumkvæði að framkvæmdinni átti St. Georgsgildið í Hafnarfirði sem er virkt og öflugt félag eldri skáta og hafa margir sjálfboðaliðar og fyrirtæki á svæðinu lagt verkefninu lið með ómetanlegri vinnu og efni. Framkvæmdir hófust fyrir rétt um ári síðan. Eitt af markmiðum eldri skáta er að styðja við skátastarfið með einum eða öðrum hætti. Nýtt salernishús er frábært og lýsandi dæmi um verkefni og framkvæmd sem nýtist starfinu beint og á sama tíma samfélaginu öllu. Er framkvæmdin í beinu samræmi við hugsjónir skátahreyfingarinnar, að flytja hinn sanna skátaanda inn í nærsamfélagið og til fólksins sem samfélagið byggir.

 

IMG_8122

Skátaskálinn Skátalundur

Skátalundur er skátaskáli gildisskáta í Hafnarfirði og útivistarparadís, vígður 25. júní 1968. Skálinn er ekki til gistingar en vel innréttaður og hitaður að mestu upp með viðarkyntum ofni. Hann er hentugur til funda og viðburða og er leigður út til góðra aðila. Við skálann eru flatir þar sem skátar geta fari í útilegur, bálstæði og skógarrjóður og því hentugur fyrir flokka- og sveitaútilegur. Mikil starfsemi er í skátaskálanum og hefur svæði og gróður byggst jafnt og þétt upp m.a. eftir tilkomu skátanna og fyrir tilstuðlan Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

IMG_8106

Skátalundur á Facebook

 

 

Ábendingagátt