Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Á haustfundi Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar á Íslandi var samþykkt að styrkja bæði Alzheimer- og Parkinsonsamtökin um uppbyggingu á þjónustumiðstöð og dagdvalarrýmum á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.
Parkinsonsetur og þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna rísa í Lífsgæðasetri St. Jó.
Á haustfundi Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar á Íslandi var samþykkt að styrkja bæði Alzheimer- og Parkinsonsamtökin um uppbyggingu á þjónustumiðstöð og dagdvalarrými á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Í Lífsgæðasetri má í dag finna skapandi samfélag einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með áherslu á heilsu, samfélag og nýsköpun.
Lífsgæðasetur St. Jó er sjálfbær eining rekin af Hafnarfjarðarbæ og hefur húsnæðið að Suðurgötu 41, sem áður hýsti St. Jósefsspítala, verið í eigu sveitarfélagsins frá 2017. Síðan þá hefur mikill metnaður verið lagður í að byggja upp opið samfélag og eftirsóknarverðan vettvang fyrir hverskyns heilsueflingu. Þetta fallega hús hefur þannig fengið nýtt og mikilvægt hlutverk í að skapa Hafnarfirði sérstöðu sem heilsueflandi samfélags.
„Það hefur lengi verið draumur Alzheimersamtakanna að koma á fót þjónustumiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með heilabilun og með styrk Oddfellow reglunnar verður sá draumur að veruleika. Tilkoma miðstöðvarinnar verður bylting í þjónustu við einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra“ segir Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
„Það eru stór tímamót í sögu Parkinsonsamtakanna að geta innan skamms tíma boðið betri aðstöðu fyrir ráðgjöf, stuðning, þjálfun og dagdvöl með sérhæfðri endurhæfingu fyrir fólk með parkinson. Stuðningurinn frá Oddfellow er ómetanlegur og breytir allri starfsemi samtakanna“ segir Vilborg Jónsdóttir formaður Parkinsonsamtakanna.
„Það eru forréttindi að fá að taka þátt í uppbyggingu sem þessari. Við höfum kynnt okkur starfsemi Alzheimer- og Parkinsonsamtakanna undanfarið ár og okkur finnst gríðarlega mikilvægt að hægt sé að reka þessa mikilvægu þjónustu fyrir veika einstaklinga og aðstandendur þeirra og að samtökin tvö fái að sanna sig til frambúðar í þessu glæsilega húsi sem Hafnarfjarðarbær hefur glætt nýju lífi. Fyrir okkur Oddfellowa er verkefnið afar gefandi og við erum virkilega stolt af því að tilheyra félagsskap sem getur komið að verkefnum með jafn öflugum hætti núna, ekkert síður en með fyrri verkum s.s. uppbyggingu líknardeildarinnar í Kópavogi, við uppbyggingu Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti og með stækkun Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar við Langholtsveginn“ segir Steindór Gunnlaugson formaður Styrkar- og líknarsjóðs Oddfellow.
„Sú ánægjulega niðurstaða að bæði Alzheimer- og Parkinsonsamtökin munu þróa starfsemi sína á Lífsgæðasetrinu á næstu árum er ótrúlega jákvætt og mikilvægt skref bæði fyrir Lífsgæðasetur St. Jó en ekki síður fyrir Hafnarfjörð sem heilsueflandi samfélag. Með þessu skrefi er Lífsgæðasetrið komið með öflugar kjölfestur í daglega starfsemi sína sem er frábær viðbót við þá fjölbreyttu þjónustu sem þegar er til staðar í húsinu“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Ljósmynd: Olga Björt Þórðardóttir
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…