Nýtt sorpflokkunarkerfi – innleiðing hefst í maí

Fréttir

Í maí hefst innleiðing á nýju sorpflokkunarkerfi í Hafnarfirði, líkt og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjórum úrgangsflokkum verður framvegis safnað við hvert heimili bæjarins.

Innleiðing á nýju sorpflokkunarkerfi hefst í maí

Í maí hefst innleiðing á nýju sorpflokkunarkerfi í Hafnarfirði, líkt og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjórum úrgangsflokkum verður framvegis safnað við hvert heimili bæjarins.

Úrgangsflokkarnir eru:

  • Matarleifar
  • Blandaður úrgangur
  • Plastumbúðir
  • Pappír og pappi

Hvert heimili mun fá nýtt sorpílát keyrt heim til sín og afhent til eignar. Dreifingaráætlun verð­ur kynnt um miðjan maí þegar íbú­ar hverf­anna í bæn­um fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um hvenær sorpílátin berast. Sam­hliða dreif­ingu á sorpílátum fá öll heim­ili plast­körf­ur og bréf­poka til að safna mat­ar­leif­um inni á heim­il­un­um. Öðrum flokkum af úrgangi þarf að skila beint í viðeigandi gáma á Sorpu eða í grenndargáma eftir því sem við á.

Ný sorpílát

Við hvert sér­býli mun bæt­ast við eitt tví­skipt 240 lítra ílát. Tví­skipta ílátið verð­ur fyr­ir matarleifar og bland­að­an úr­gang. Sorpílátin sem fyr­ir eru verða end­ur­merkt­. Gráa tunn­an fyr­ir plast­umbúð­ir og bláa tunn­an verð­ur áfram fyr­ir papp­ír og pappa. Það verða því öll sér­býli með þrjár tunn­ur eft­ir breyt­ing­una.

Við fjöl­býl­i bæt­ast við brún­ 240 lítra ílát fyr­ir mat­ar­leif­ar en fjöldi tunna er sérsniðinn að þörfum hvers fjölbýlis. Þá munu grátunn­ur/-kör verða end­ur­merkt fyrir blandaðan úrgang og plast­. Blátunnur/-kör und­ir papp­ír/pappa verða einnig end­ur­merkt­ar. Við fjöl­býli með djúp­gáma er hafin samvinna með húsfélögum til að finna lausn á söfn­un fjög­urra úr­gangs­flokkanna. 

Upplýsingavefurinn er www.flokkum.is

Allar nánari upplýsingar um nýja sorpflokkunarkerfið má finna á sameiginlegum upplýsingavef sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu: flokk­um.is. Íbú­ar eru hvatt­ir til að kynna sér nýtt fyrirkomulag og hefja undirbúning að flokkun á sínu heimili.

Ef einhverjar spurningar vakna geta íbúar haft samband við þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500, gegnum ábendingagáttina á vef sveit­ar­fé­lags­ins eða með tölvupósti á net­fangið hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt