Nýtt ungmennahús heitir Hamarinn

Fréttir

Nýtt ungmennahús, sem nýlega tók til starfa í gömlu Skattstofunni, hefur fengið nafnið Hamarinn. Nýtt nafn var kosið á ungmennahúsið í gærkvöld á stofnfundi húsfélagsins við Suðurgötu 14. Nafnið Hamarinn varð fyrir valinu en það er dregið af því fallega útivistarsvæði sem staðsett er stutt frá ungmennahúsinu sjálfu.

Ungmennahús, sem nýlega tók til starfa í gömlu Skattstofunni, hefur fengið nafnið Hamarinn. Nýtt nafn var kosið á ungmennahúsið í gærkvöld á stofnfundi húsfélagsins við Suðurgötu 14.  Nafnið Hamarinn varð fyrir valinu úr þeim 18 tillögum sem lagðar voru fram en nafnið er dregið af því fallega útivistarsvæði sem staðsett er stutt frá ungmennahúsinu sjálfu. 

Ungmenni Hafnarfjarðar eiga flest góðar æskuminningar frá svæðinu og þekkja það eflaust vel. Nafnið þótt því bæði tilvalið og viðeigandi því hamarinn er fallegur staður þar sem hægt er að búa til jákvæðar minningar, rétt eins og vonir standa til að ungmennahúsið verði fyrir ungmenni Hafnarfjarðar. Í ungmennahúsi stendur ungmennum á aldrinum 16-25 ára til boða fjölbreytt starf í vímulausu og öruggu umhverfi. Starf sem verður með tímanum mótað af hópnum sjálfum. Hamarinn er opinn frá kl. 13 – 17 alla virka daga. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga er opið áfram til kl. 22. Opnunartími mun svo breytast eftir þörfum og aðsókn ungmennanna.

Sjá nánar um opnun ungmennahúss HÉR  

Ábendingagátt