Oddrúnarbær – frábært tækifæri í Hellisgerði

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir rekstraraðila að Oddrúnarbæ í Hellisgerði.

Í bæjargarði Hafnfirðinga í Hellisgerði er staðsett lítið fallegt hús sem býður upp á mikla möguleika og tækifæri fyrir réttan aðila. Hafnarfjarðarbær óskar eftir rekstraraðila að húsinu sem er byggt árið 1905, um 20 fermetrar að stærð og með salernisaðstöðu. Húsið verður leigt rekstraraðila í því ástandi sem það er og gerður verður eins árs samningur um afnot leigutaka með möguleika á framlengingu og lögð áhersla á að starfsemi í húsinu falli að stefnu bæjarins um að auka aðdráttarafl fyrir bæjarbúa og ferðamenn í bænum. Gert er ráð fyrir að sett verði upp tvö gróðurhús við húsið í sumar og er samhliða óskað eftir hugmyndum rekstraraðila að því hvernig hægt sé að nýta þessi gróðurhús og nærliggjandi umhverfi til að auka sýnileika og mannlíf í Hellisgerði.

Leigusali þarf að hafa afnot af kjallara hússins og salernum vegna sumarvinnu starfsfólks. Húsnæðið skal að lágmarki vera með opnunartíma alla virka daga milli kl. 10-16 á tímabilinu 1. júní til 1. september og á þeim tíma skal leigutaki vera á staðnum með sína starfsemi og aðgangur tryggður að almenningssalerni bæjarins.

Gerður verður verksamningur um afnot og skyldur aðila í samræmi við rekstur á húsinu.

Mögulegir leigutakar sem eru með rekstur sem þeir telja henta þessari staðsetningu skulu senda inn ítarlegar upplýsingar um starfsemi sína á netfangið:  menning@hafnarfjordur.is fyrir 15. apríl 2021.

Fasteignin er til sýnis í samráði við Ingibjörgu Sigurðardóttur garðyrkjustjóra ingibjorgs@hafnarfjordur.is sem veitir nánari upplýsingar.

Við mat á tilboðum verður sérstaklega litið til hugmynda sem taldar eru styrkja starfsemi og auka mannlíf í Hellisgerði.

Ábendingagátt