Oddrúnarbær – frábært tækifæri í Hellisgerði

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir rekstraraðila að Oddrúnarbæ í bæjargarði Hafnfirðinga í Hellisgerði sem er um 20 fermetrar að stærð og byggt árið 1905.

Býður Oddrúnarbær eftir þér?

Hafnarfjarðarbær óskar eftir rekstraraðila í sumar að litla húsinu í Hellisgerði. Það er um 20 fermetrar og byggt árið 1905. Það er með salernisaðstöðu og fleiru. Húsið verður leigt rekstraraðila í því ástandi sem það er og gerður verður samningur frá 1. júní – 31. ágúst 2025 um afnot leigutaka. Lögð er áhersla á að starfsemi í húsinu falli að stefnu bæjarins um að auka aðdráttarafl fyrir ferðamenn í bænum.

Leigusali þarf að hafa afnot af kjallara hússins og salernum vegna sumarvinnu starfsfólk. Húsnæðið skal að lágmarki vera með opnunartíma alla virka daga milli 10-16 á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst og á þeim tíma skal leigutaki vera á staðnum með sína starfsemi og aðgangur tryggður á almenningssalerni bæjarins.

Þið sem hafið rekstur sem hentar þessari staðsetningu skuluð senda inn ítarlegar upplýsingar um starfsemina á netfangið menning@hafnarfjordur.is fyrir 10. apríl 2025.

Fasteignin er til sýnis í samráði við Ingibjörgu Sigurðardóttur garðyrkjustjóra í s: 664 5674.

Við mat á tilboðum verður sérstaklega litið til hugmynda sem taldar eru styrkja starfsemi og auka mannlíf í Hellisgerði.

Ef nánari upplýsinga er þörf skal leita eftir því með að senda tölvupóst á netfang menning@hafnarfjordur.is.

Ábendingagátt