Áskorun um að fjarlægja ökutæki utan lóðar

Fréttir

Töluvert hefur borið á því að ökutæki án skráningarnúmera séu skilin eftir á opnum og almennum svæðum og hafa fjölmargar kvartanir þess efnis borist sveitarfélaginu. Því hefur verið ákveðið að ráðast í átak vegna ökutækja án númera. 

Töluvert hefur borið á því að ökutæki án skráningarnúmera séu skilin eftir á opnum og almennum svæðum og hafa fjölmargar kvartanir þess efnis borist sveitarfélaginu. Því hefur verið ákveðið að ráðast í átak vegna ökutækja án númera sem lagt er á gangstéttum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum og hindrað geta sýn og skapað hættu eða ýta undir miður fallega ásýnd bæjarins. Nær þetta sérstaklega til ákveðinna hverfa en þó má finna slík ökutæki innan nær allra hverfa. 

Tekið er á móti ábendingum um ökutæki án skráningarnúmers sem staðið hafa óhreyfð í lengri tíma í gegnum ábendingagátt bæjarins. 

Við fögnum öllum ábendingum – sjá hér

Skorað á einstaklinga og fyrirtæki að fjarlægja ökutæki og lausafjármuni utan lóðar 

Vakin er sérstök athygli á að Hafnarfjarðarbæ er heimilt, að undangenginni viðvörun, að flytja burtu og taka í vörslu ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum og ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum á kostnað eiganda ökutækisins. Hér með skora r Hafnarfjarðarbær á einstaklinga og fyrirtæki og alla þá sem málið varðar að hreinsa til hjá sér og fjarlægja ökutæki og lausafjármuni sem eru utan lóðar.

Sjá gr. 20 í lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað nr. 1155/2010

Ábendingagátt