Viðurkenning fyrir umhverfismál

Fréttir

Nýtt samfélag, verkefni nemenda unglingadeildar í Öldutúnsskóla, hlaut á dögunum viðurkenningu Umhverfis- og auðlindaráðuneytis sem Varðliðar umhverfisins 2020-2021. Í verkefninu unnu nemendur saman í hópum að því að búa til nýjan samastað fyrir mannkyn, eftir að jarðarbúar höfðu þurft að flýja jörðina vegna loftslagsbreytinga.

Nýtt samfélag, verkefni nemenda unglingadeildar í Öldutúnsskóla, hlaut á dögunum  viðurkenningu Umhverfis- og auðlindaráðuneytis sem Varðliðar umhverfisins 2020-2021. Í verkefninu unnu nemendur saman í hópum að því að búa til nýjan samastað fyrir mannkyn, eftir að jarðarbúar höfðu þurft að flýja jörðina vegna loftslagsbreytinga. Markmið verkefnisins var að nemendur fyndu leiðir til þess að varðveita auðlindir hinnar nýju jarðar fyrir komandi kynslóðir.  Öldutúnsskóli var í hópi þriggja skóla sem hlutu viðurkenninguna. 

Segir valnefnd í úrskurði sínum að verkefnið sé vel til þess fallið að opna augu nemenda og annarra fyrir þeim áskorunum sem loftslagsbreytingar fela í sér og hvetja til frekari umræðu og lausnamiðaðra áherslna við að taka á áskorunum framtíðar.

HopurinnOldutunsskoliUmhverfismal2021Nemendur unglingadeildar í Öldutúnsskóla.

Um verkefnið: Nýtt samfélag 

Verkefnið sem nemendur í unglingadeild sendu inn var þemaverkefni sem þeir unnu fyrir jól. Verkefnið fjallaði um 100 manna hóp sem fer frá jörðinni vegna þess að hún er að verða óbyggileg sökum loftslagsbreytinga. Einstaklingarnir 100 stefndu til nýrrar plánetu sem er sambærileg jörðinni en sú nýja var ósnortin af áhrifum mannsins. Nemendur völdu hópinn og bjuggu til nýtt samfélag. Þeir þurftu að horfa til reynslu mannkyns og m.a. nýta sér þá þekkingu við að skapa nýja samfélagið. Nemendur horfðu í byrjun á mynd Sameinuðu þjóðanna, Before the Flood, sem fjallar um hlýnun jarðar. Myndin er mjög áhrifarík og nemendur kynntust þar að það er ekki bara notkun farartækja sem veldur loftslagsbreytingum heldur einnig t.d. hnignum skóga af mannavöldum, að rautt kjöt er stór áhrifaþáttur í mengun og sáu svart á hvítu hversu illa við erum að fara með jörðina. Það reyndi hressilega á unga fólkið okkar að skipuleggja nýjan heim sem færi ekki í sama farið og sá sem farið var frá. Hreint og sjálfbært samfélag á heilbrigðri plánetu.

Verðlaunin voru tilkynnt á Umhverfisþingi þann 27. apríl 2021. 

Tilkynningu um umhverfisviðurkenningarnar er að finna á vef Stjórnarráðsins 

Ábendingagátt