Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Öldutúnsskóli hlýtur foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2024. Verðlaunin voru afhent í 29. sinn sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu á Hverfisgötu á miðvikudag.
Öldutúnsskóli hlýtur foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2024. Verðlaunin voru afhent í 29. sinn sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu á Hverfisgötu á miðvikudag. Samtökin verðlaunuðu einnig Brekkuskóla á Akureyri.
Verðlaunin hlýtur Öldutúnsskólinn vegna eineltisteymis síns sem boðar foreldra á líðanfundi. Foreldrar hvers bekkjar hittast á þessum fundum ásamt umsjónarkennara og fulltrúa eineltisteymis. Á þeim ræða foreldrar saman um líðan barna sinna, félagslega stöðu, reglur sem eru í gildi á heimilum, tengsl heimilis og skóla og fleira. Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Helga Kristín Halldórsdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Þóra Jónsdóttir voru fulltrúar eineltisteyminskólans við afhendinguna.
Valdimar Víðisson, skólastjóri í Öldutúnsskóla, er ákaflega stoltur af starfsfólkinu í Öldutúnsskóla, foreldrum og nemendum. Þau í Öldutúnsskóla hafi nú í nokkur ár verið með þessa líðanafundi. „Þessir fundir eru yfirleitt í lok október og nóvember, “ lýsir hann á Facebook-síðu sinni. „Foreldrar sitja í hring alveg eins og nemendur gera á bekkjarfundum. Svo er farið hringinn og foreldrar ræða um líðan sinna barna, félagslega stöðu, bekkjarbrag, tengsl heimilis og skóla og fleira. “ Hann segir fundina skila afar góðum árangri.
„Þeir tengja foreldra betur saman og eins efla tengsl við skólann. Þátttaka foreldra er almennt mjög góð enda eru þetta fundir sem foreldrar vilja ekki missa af. Orðræða foreldra í Öldutúnsskóla er líka orðin þannig að þeir biðja um auka líðanafundi ef þeir telja þörf á,“ segir Valdimar.
Heimili og skóli segja verkefnin Öldutúns- og Brekkuskóla stuðla að góðri og náinni samvinnu milli heimila og skóla, séu í takti við Farsældarsáttmála Heimilis og skóla ásamt því að ríma námkvæmlega við það sem Heimili og skóli standa fyrir. „Verkefnin eiga það sameiginlegt að bjóða foreldrum til samstarfs. Samtökin völdu einnig dugnaðarforka Heimilis og skóla. Verðlaunin fóru til hjónanna An Katrien Patricia M. Lecluyse og Leopold Juliaan V. Broers. „Hjónin hafa staðið sig frábærlega í því að efla foreldratengsl á leikskóla barna sinna og vinna mikilvægt starf í því að hafa samstarf Heimilis og skóla sem allra best. Þau hafa rétt út hjálparhönd til erlendra foreldra á leikskólanum og eru alltaf boðin og búin til þess að aðstoða, veita upplýsingar og stuðning ásamt því að byggja tengsl við bæði börn og foreldra. “
Heimili og skóli tóku við tilnefningum frá almenningi en sérstök dómnefnd fór yfir allar tilnefningar, líkt og venjan er og valdi verðlaunahafa. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin að þessu sinni. „Heimili og skóli óska vinningshöfum og þeim sem tilnefnd voru hjartanlega til hamingju og þakka kærlega fyrir þeirra starf í þágu skólasamfélagsins. Mikilvægt er að vekja athygli á því sem vel er gert í skólasamfélaginu en markmið Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer innan leik-, grunn- og framhaldsskóla á Íslandi og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Foreldraverðlaunin minna á hverju samtakamátturinn fær áorkað, “ segir í tilkynningu samtakanna.
Hafnarfjarðarbær er stoltur af sínum skóla og tekur undir orð Heimilis og skóla. Já, innilega til hamingju!
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…