Óleyfilegt niðurhal

Fréttir

Nokkuð mikið hefur borið á því að óæskilegir hlutir séu að skila sér í salerni og niðurföll Hafnfirðinga.  Ástandið er sérstaklega slæmt í Vallahverfi þessa dagana og eru íbúa og starfsmenn fyrirtækja á svæðinu vinsamlega beðnir um að hafa í huga þau efni sem ALLS EKKI mega enda í fráveitunni. 

Nokkuð mikið hefur borið á því að óæskilegir hlutir séu að skila sér í salerni og niðurföll Hafnfirðinga. Vandamálið er ekki nýtt af nálinni en virðist hafa verið að færast í aukana síðustu vikur og mánuði með tilheyrandi bilunum á dælum og öðrum tækjabúnaði. Allt þetta leiðir til kostnaðar sem annars væri hægt að nýta til uppbyggingar og í viðhald á búnaði.  Sérstaklega slæmt hefur ástandið verið í Vallahverfi að undanförnu og því eru meðfylgjandi skilaboð sérstaklega sniðin að íbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Vallahverfi.  

Efni skilaboða heilt yfir eiga þó heima hjá öllum íbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Hafnarfirði. 

Kæru íbúar og notendur fráveitu í Vallahverfi

Fráveituvatn frá Vallahverfi rennur að litlum dælustöðvum við Fléttuvelli og Klukkuvelli.  Þaðan er skolpinu dælt í safnræsi sem liggur um dælu og hreinsistöð í Hraunavík austan við Álverið í Straumsvík.

Undanfarnar vikur hafa dælurnar við Fléttuvelli stíflast, skemmst og stöðvast vegna þess að hreinlætisvörur (einnota hreinsiklútar, tuskur og fleira) sem alls ekki mega fara í fráveitukerfið vefjast um dæluhjólin og valda óþægindum og miklum útgjöldum fyrir fráveituna.

Vinsamlega skoðið umbúðamerkingar vandlega og hendið ALLS EKKI svona vörum í klósett og/eða niðurföll. 

Efni sem EKKI mega fara í fráveitu:

 

  • Múrblanda
  • Einnota klútar
  • Fatnaður
  • Eyrnapinnar
  • Málning
  • Bleiur                        
  • Dömubindi                
  • Plastpokar
  • Leysiefni
  • Bensín
  • Olíur
  • Spottar og bönd

Fyrirfram þakkir fyrir góð viðbrögð og samstarf á þessu sviði.

 

Ábendingagátt