Öll börn og ungmenni yngri en 18 ára synda frítt í Hafnarfirði

Fréttir

Í árslok 2018 kom upp sú hugmynd hafa frítt í sund fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára sem lið í heilsueflingu samfélagsins. Hugmyndin skilaði sér í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2020 og frá og með áramótum hafa öll börn og ungmenni yngri en 18 ára nýtt sér sundlaugar bæjarins sér að kostnaðarlausu.

Í árslok 2018 kom upp
sú hugmynd hafa frítt í sund fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára sem lið í
heilsueflingu sveitarfélagsins. Hugmyndin skilaði sér í fjárhagsáætlun
Hafnarfjarðarbæjar 2020 og frá og með áramótum hafa öll börn og ungmenni yngri
en 18 ára nýtt sér sundlaugar bæjarins sér að kostnaðarlausu.

Hafnarfjörður er heilsueflandi og barnvænt samfélag sem
setur fjölskyldur í forgrunn. Framkvæmdin er liður í þeirri vegferð
sveitarfélagsins að stuðla að bættri heilsu, auknum lífsgæðum og vellíðan. Ákvörðunin
nær ekki bara til barna og ungmenna í Hafnarfirði heldur synda öll börn yngri
er 18 ára nú frítt í sundlaugum Hafnarfjarðar. „Í Hafnarfirði eru þrjár sundlaugar sem allar hafa sinn sjarma og
sérkenni. Þær eru vel sóttar en við tökum brosandi og fagnandi á móti fleiri
gestum og fjölskyldum.
Fjöldi fjölskyldna
sem búsettar eru utan sveitarfélagsins gera sér sundferð í Fjörðinn og með
þessum hætti viljum við líka taka vel á móti þeim á sama tíma og við bjóðum nýjar fjölskyldur velkomnar“
segir Geir Bjarnason, íþrótta-
og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar og verkefnastjóri starfshóps um
heilsueflandi samfélag. „Ásvallalaug er t.d.  mikið
sótt af fjölskyldum með yngri börn vegna fjölbreytileika lauganna og hitans í
salnum og eins þeim sem vilja komast í góða innilaug til að synda. Suðurbæjarlaugin
státar svo af góðri útilaug, pottum, gufu og rennibraut á meðan Sundhöllin er þekkt fyrir sitt rólega andrúmsloft og er mikið sótt af eldri sundiðkendum og íbúum í nágrenninu. Það geta allir fundið laug við hæfi í Hafnarfirði“ 
segir Geir.

Upplýsingar um allar sundlaugarnar og staðsetningu þeirra er að finna HÉR

Ábendingagátt