Öll landsins börn

Fréttir

Í apríl hófst sjónvarpsþáttaröð á Hringbraut um leikskóla á Íslandi sem nefnist ÖLL LANDSINS BÖRN. Í þætti vikunnar er leikskólinn okkar Norðurberg heimsóttur og rætt við Önnu Borg Harðardóttur leikskólastjóra um sögu, þróun, uppbyggingu, hugmyndafræði, sérstöðu og skapandi starf skólans

Hringbraut heimsækir leikskólann Norðurberg

Í apríl hófst sjónvarpsþáttaröð á Hringbraut um leikskóla á Íslandi sem nefnist ÖLL LANDSINS BÖRN. Í þáttunum, sem eru tíu talsins, eru leikskólar um land allt sóttir heim og starfsemi skólanna kynnt. Lifandi og skemmtilegir þættir þar sem áhersla er lögð á að sýna fjölbreytni í starfi skóla með yngri börn. Í þætti vikunnar er leikskólinn okkar Norðurberg heimsóttur og rætt við Önnu Borg Harðardóttur leikskólastjóra um sögu, þróun, uppbyggingu, hugmyndafræði, sérstöðu og skapandi starf skólans

Norðurberg var m.a. fyrsti leikskólinn á Íslandi til að verða skóli á grænni grein og fá Grænfána Landverndar. Þetta og svo margt fleira í þessum áhugaverða þætti. Takk!

Horfa á þáttinn um leikskólann Norðurberg á Hringbraut 

Ábendingagátt