Opið fyrir umsóknir 14-16 ára

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir ungmenni fædd 2001 – 2003. Vinna í vinnuskóla hefst 12. júní. Vinnuskóli Hafnarfjarðar sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn eftir veturinn og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir ungmenni fædd 2001 – 2003. Vinna í vinnuskóla hefst 12. júní. 14 ára unglingar fá 72 tíma vinnu í sumar, 15 ára 92 tíma vinnu og 16 ára 112 tíma. Tímafjöldi 15 og 16 ára unglinga hefur verið aukinn og er vinnutímabil þeirra lengra. 14 ára unglingar vinna aðra hverja viku fyrir hádegi (9-12) og eftir hádegi hina (13-16), mánudaga til fimmtudaga. Vinnustundir í viku eru því 12. Vinnutími 15 og 16 ára unglinga er breytilegur. 16 ára unglingar eru með 650,51 kr. á tímann og orlof þar ofan á. Mjög brýnt er að 16 ára unglingar skili inn skattkorti svo ekki verði tekinn af þeim skattur. 15 ára unglingar eru með 489,28 kr. á tímann og orlof þar ofan á. 14 ára unglingar eru með 433,03 kr. á tímann og orlof þar ofan á. Orlof (10,17%) er borgað út hjá öllum aldurshópum.

Nánari upplýsingar á www.fristund.is

Umsókn um starf hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar

Umsækjendur sækja um rafrænt. Umsækjendur og forráðamenn eru beðnir um að kynna sér m.a. fyrirkomulag og reglur Vinnuskólans áður en umsókn er fyllt út. Umsóknarfrestur er til og með 26. maí.

Umsækjendur sækja um rafrænt hér

  • Umsóknir fyrir ungmenni fædd 2001 má finna HÉR
  • Umsóknir fyrir ungmenni fædd 2002 má finna HÉR
  • Umsóknir fyrir ungmenni fædd 2003 má finna HÉR

Upplýsingar og aðstoð í síma: 565-1899 | netfang: vinnuskoli@hafnarfjordur.is.

Nánari upplýsingar um Vinnuskóla Hafnarfjarðar er að finna hér

Áhersla á umhverfismál og tómstundir

Vinnuskóli Hafnarfjarðar sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn eftir snjóþungan vetur og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. Starfsfólk Vinnuskólans sinnir því mikilvægu hlutverki í því að skapa vænta ásýnd bæjarins, að hann sé þrifalegur og snyrtilegur á að líta, fyrir íbúa og ferðamenn sem sækja bæinn heim í auknum mæli. 

Reglur Vinnuskóla Hafnarfjarðar

Reglur Vinnuskóla gilda jafnt á vinnutíma sem og við félagsstörf á vegum skólans:

  1. Flokksstjóri er verkstjóri á vinnustað. Næsti yfirmaður hans er yfirflokksstjóri
  2. Öllu starfsfólki ber að vera vinnusamt, stundvíst, heiðarlegt og kurteist
  3. Veikindi og önnur forföll ber að tilkynna hið fyrsta til skrifstofu Vinnuskólans af forráðamönnum
  4. Notkun tóbaks er bönnuð. Sama gildir um áfengi og önnur vímuefni
  5. Sjoppu- og búðarferðir eru ekki leyfðar á vinnutíma, þ.m.t. kaffitíma
  6. Nemendum ber að ganga vel og þrifalega um á vinnustað og fara vel með þau áhöld sem notuð eru
  7. Starfsmenn bera viðeigandi kostnað ef þeir fremja skemmdarverk á eigum Vinnuskólans og annarra
  8. Í kaffitímum er ætlast til að starfsfólk hafi hollt og gott nesti. Ekki er leyfilegt að vera með orku- og gosdrykki
  9. Notkun farsíma er ekki leyfileg á vinnutíma. Sama gildir um Ipod/Mp3 nema flokkstjóri gefi leyfi um annað
  10. Allir starfsmenn útvega sjálfir hlífðarfatnað og bera starfsmenn ábyrgð á eigin fötum og eigum

Skrifstofa Vinnuskólans er í gamla hjálparsveitahúsinu að Hrauntungu 5.  Skrifstofan er opin frá kl. 8 – 16. Sími Vinnuskólans er 565-1899 og netfangið vinnuskoli@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt