Opið fyrir umsóknir í Fræðslusjóð Jón Þórarinssonar

Fréttir

Öll þau sem lokið hafa stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum og eru í framhaldsnámi geta sótt um styrk. Umsóknir verða að berast rafrænt eigi síðar en á miðnætti mánudaginn 11. desember 2023.

Fyrir öll þau sem lokið hafa stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum

Tekið er við umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Öll þau sem lokið hafa stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum og eru í framhaldsnámi geta sótt um styrk. Umsóknum þarf ekki að skila á sérstöku eyðublaði, en þeim þurfa að fylgja staðfest gögn um námsferil eftir að námi í Flensborgarskólanum lauk auk annarra upplýsinga sem umsækjendur telja að styðji þeirra umsókn.

Rafrænar umsóknir

Umsóknir verða að berast rafrænt á netfangið: erla@flensborg.is eigi síðar en á miðnætti mánudaginn 11. desember 2023. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um viku en fyrstu skil áttu að vera á miðnætti mánudaginn 4. desember 2023.
Umsóknin skal merkt: Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar.

Vefur Flensborgarskóla 

Ljósmynd með tilkynningu: Ferlir 

Ábendingagátt