Opið fyrir umsóknir í Jólaþorpið

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði 2022. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með skýra tengingu við jólahefðir landsmanna.

Undirbúningur jólanna í Hafnarfirði hefst með opnun umsókna í Jólaþorpið

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði 2022. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með skýra tengingu við jólahefðir landsmanna.

 

Vilt þú vera með í Jólaþorpinu í ár? Valið eru úr innsendum umsóknum

Í Jólaþorpinu verða um tuttugu skreytt einingahús sem eru 5,8 m2 að stærð. Góð aðsókn hefur verið í söluhús Jólaþorps Hafnarfjarðar síðustu árin og því er valið úr innsendum umsóknum þar sem horft er sérstaklega til nokkurra þátta. Stefnt er að opnun Jólaþorpsins viku fyrr en venjulega og að opið verði alla aðventuna á föstudögum frá kl. 17-21, laugardögum og sunnudögum frá kl. 13-18 og til kl. 22 á Þorláksmessu. Leigugjald á söluhúsi er 17.000 kr. fyrir helgina. Innifalið í leigugjaldi er allur kostnaður við uppsetningu, rekstur húss og þrif á svæðinu. Að auki mun Hafnarfjarðarbær sjá um að laða að gesti og kynna Jólaþorpið í Hafnarfirði með ýmsum hætti.

Hvað sölumuni varðar þurfa söluaðilar að uppfylla lög og reglur sem um þá kunna að gilda. Sé vara eða vöruflokkur skilyrtur á einhvern hátt eða háður veitingu leyfa ber söluaðila að kynna sér það og afla viðkomandi leyfa. Á þetta við t.d. sölu matvæla, drykkja, áfengra drykkja og annarar vöru sem er mögulega eftirlitsskyld. Söluaðilar eru hvattir til að kynna sér einnig hvort og hvaða tryggingar kunni að vera hentugar eigi það við. Staðsetning jólahúsa fer reglulega í endurskoðun og staðsetning einstakra söluaðila eftir því hvað hentar helst í því skyni.

 

Umsóknarfrestur fyrir 20. október 2022

Umsækjendur þurfa að skila inn umsókn um hús í Jólaþorpinu fyrir 20. október 2022 en eftir það fara nýjar umsóknir á biðlista. Hægt er að senda fyrirspurnir á jolathorp@hafnarfjordur.is

Nánari upplýsingar um Jólaþorpið í Hafnarfirði

Jólaþorpið í Hafnarfirði er á Facebook

Ábendingagátt