Opið fyrir umsóknir í Verkherinn

Fréttir

Verkherinn er atvinnutengt sumarúrræði fyrir ungt fólk með fötlun eða skerta starfsgetu. Ungmenni með fatlanir eða skerta starfsgetu á aldrinum 16 – 20 ára geta sótt um  í Verkhernum.

Atvinnutengt sumarúrræði fyrir ungt fólk með fötlun

Verkherinn er atvinnutengt sumarúrræði fyrir ungt fólk með fötlun eða skerta starfsgetu. Flestir fara út á almennan vinnumarkað einhvern tímann á lífsleiðinni. Sumarúrræði Verkhersins er góður undirbúningur fyrir það sem koma skal og gefur ungmennum tækifæri á að spreyta sig við vinnu á vinnustöðum og taka þátt í skemmtilegu námskeiði. Verkherinn fer fram í Húsinu, við Suðurgötu 14, 220 Hafnarfirði. Gengið er inn Strandgötumegin.

Hverjir geta sótt um atvinnu í Verkhernum?

Ungmenni með fatlanir eða skerta starfsgetu á aldrinum 16 – 20 ára geta sótt um í Verkhernum. Unnið er fyrir hádegi alla virka daga. Ungmennum býðst einnig tækifæri á að taka þátt í félagsstarfi eða frístundarstarfi eftir hádegi.

Hvað er gert í Verkhernum?

Unnið er í samstarfi við fyrirtæki í bænum. Undanfarin ár hefur Verkherinn verið í samstarfi við t.d. Krambúðina, Bókasafn Hafnarfjarðar, leikskóla, sundlaugar bæjarins og fleiri. Einnig er í boði einstaklingsmiðað starf þar sem verkefni eru sniðin eftir þörfum og starfsgetu hvers og eins.

Tímabil Verkhersins

Verkherinn hefst þann 22. maí og lýkur 11. ágúst. Hægt er að skipta niður dögum og vikum yfir allt tímabilið eða taka allar vikurnar í einu. 16-17 ára ungmenni fá úthlutað 6 vikum og 17-20 ára fá úthlutað 8 vikum.

Hvernig er sótt um atvinnu í Verkhernum?

Til þess að sækja um þarf að fylla út rafrænt skjal. Þeir sem lenda í vandræðum með umsóknarferlið geta sent póst á sandrabjork@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til 5 apríl.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við:

  • Guðbjörg Magnúsdóttir, forstöðumaður
    gudbjorg@hafnarfjordur.is
    S: 664-5766
  • Sandra Björk Halldórsdóttir, deildarstjóri Vinaskjóls og Verkhersins
    sandrabjork@hafnarfjordur.is
    S: 664-5547
Ábendingagátt