Opið hús hjá Geitungunum í aðdraganda jóla

Fréttir

Geitungungarnir verða með opið hús mánudaginn 2. desember. Þeir hefja undirbúning jólamarkaðar þar strax eftir sumarið. Þar er hægt að finna gersemar og nýtist upphæðin sem safnast í hina ýmsu viðburði og dægrastyttingu.

Einstakar vörur á jólamarkaði Geitunganna 

Geitungarnir verða með opið hús í aðdraganda jóla. Nánar tiltekið mánudaginn 2. desember að Suðurgötu 14.

„Við byrjum undirbúninginn eftir sumarið,“ segir Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður á vinnustaðarins Geitunga og heimilis fyrir fatlað fólk. Starfsemin hefur stækkað hratt. Nú eru starfsmennirnir 35.

Afslappað andrúmsloft er yfir starfseminni þennan miðvikudagsmorgunn. Starfsmennirnir hressir og stemningin góð. Þeir sinna fjölda verkefna í samstarfi við bæinn, fyrirtæki eins og Hagkaup, Nettó og Múrbúðina og hafa nú einnig tekið að sér að pakka grænmeti í neytendaumbúðir yfir vikuna.

Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður á vinnustaðarins Geitunga og heimilis fyrir fatlað fólk.

Handverk sem gefur af sér

Fjöldi handgerðra vara prýðir nú verslun þeirra að Suðurgötu 14. Afrakstur jólamarkaðarins fer svo í sjóð sem þau nota til að gera sér dagamun. Þórdís segir hann því mikilvægan fyrir þau öll. „Við grípum í þennan sjóð og gerum hluti sem við myndum annars ekki gera,“ segir Þórdís.

„Já, starfsmennirnir vinna að þessum verkum hálft árið. Svo nýtum við hinn helming ársins til að undirbúa sumarsins,“ segir hún. Vörurnar á markaðnum séu ólíkar enda geta starfsmanna misjöfn. „Þau sem hér eru hafa ýmsar fatlanir. Þau leggja hvert og eitt sitt af mörkum,“ segir hún.

Geitungarnir eru með fasta viðveru og stundatöflu. Dagarnir æði fjölbreyttir. Yngsti starfsmaðurinn 21 árs en sá elsti 57.

„Þau eru ólík og áhugasviðið líka. Áherslurnar eru því ólíkar. Þau hafa ekki öll áhuga á listsköpun en þau sem það hafa hanna vörur á markaðinn.“

Markaðurinn í þriðja sinn

Þetta er í þriðja sinn sem markaðurinn er haldinn í húsnæði Geitunganna. Opið er  frá kl. 14-18 og gengið inn í húsnæði Geitingunna frá Strandgötunni.

Starfsfólk Geitunga býður öllum, vinum og vandamönnum sem og gestum og gangandi, að kíkja á handverkið, fá sér heitt kakó og mögulega versla nokkrar jólagjafir í leiðinni.

Komið fagnandi!

  • Hvar? Suðurgötu 14
  • Hvenær? Mánudaginn 2. desember kl. 14-18
Ábendingagátt