Opið hús í Fríkirkju Hafnarfjarðar frá kl. 01:30 aðfaranótt 18. janúar

Fréttir

Mjög alvarlegt slys varð í Hafnarfirði á tíunda tímanum í kvöld þegar bifreið fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. Ákveðið hefur verið að opna Fríkirkjuna í Hafnarfirði fyrir þá sem það vilja kl. 01.30 nú aðfaranótt laugardagsins 18. janúar. allir velkomnir.   

Opið hús í Fríkirkju
Hafnarfjarðar frá kl. 01:30

Mjög alvarlegt slys varð í Hafnarfirði á tíunda tímanum í
kvöld þegar bifreið fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. Samkvæmt lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið kl. 21.07 og fór fjölmennt lið
viðbragðsaðila þegar á staðinn. Þeir sem
voru í bílnum voru fluttir á slysadeild en frekari upplýsingar hafa ekki verið
gefnar út.

Ákveðið hefur verið að opna Fríkirkjuna í Hafnarfirði fyrir
þá sem það vilja kl. 1:30 nú aðfaranótt laugardagsins 18. janúar. Allir
velkomnir. 

Ábendingagátt