Opið hús í St. Jósefsspítala

Fréttir

Laugardaginn 2. september næstkomandi býður starfshópur um framtíð St. Jósefsspítala uppá  opið hús í St. Jósefsspítala á milli kl. 13 og 15. Boðið verður upp á leiðsögn um húsnæðið og gestum gefst síðan kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum um framtíð húsnæðisins. 

 

Laugardaginn 2. september næstkomandi verður boðið uppá opið hús í St. Jósefsspítala á milli kl. 13 og 15. Boðið verður upp á leiðsögn um húsnæðið og gestum gefst kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum um framtíð húsnæðisins.  Hafnarfjarðarbær hefur eignast allt húsnæðið sem er 3.000 fermetrar og skuldbundið sig til að reka almannaþjónustu í húsinu a.m.k. næstu 15 árin.

        Starfshópur um framtíð St. Jósefsspítala leggur mikla áherslu á að fá hugmyndir frá bæjarbúum og hefur verið opnuð netgátt þar sem hægt er að koma hugmyndum á framfæri við hópinn. Óskað er eftir hugmyndum einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja um starfsemi sem myndi glæða þetta sögufræga hús lífi og vera Hafnfirðingum og gestum þeirra til sóma og gleði.

        Hafnfirðingar og annað áhugafólk er hvatt til að koma á opna húsið og kynna sér þetta sögufræga hús og senda inn tillögur um framtíðarstarfsemi í húsinu. Það verður heitt á könnunni og ýmis fróðleikur. Gengið er inn um kapelluna.

 

Hér senda má inn hugmyndir til starfshópsins. Farið er með allar hugmyndir sem trúnaðarmál ef óskað er eftir því. Starfshópurinn mun vinna úr innsendum tillögum auk annarra hugmynda og skila niðurstöðum sínum til bæjarráðs eigi síðar en 15. október næstkomandi.

 

 

Ábendingagátt