Opið í sund á uppstigningardag frá kl. 8-17

Fréttir

Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar verða opnar á morgun, uppstigningardag, frá kl. 8-17. Í ljósi fjöldatakmarkana og umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í Suðurbæjarlaug verður opið um helgar í Sundhöll Hafnarfjarðar til og með 14. júní nk. Sundlaugargestum er bent á að hægt er að fylgjast með rauntímafjölda í hverri laug á vef bæjarins. 32 einstaklingar mega vera ofan í laug í einu í Sundhöll Hafnarfjarðar og 200 einstaklingar í Ásvallalaug til og með 1. júní.

Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar verða opnar á morgun,
uppstigningardag, frá kl. 8-17. Í ljósi fjöldatakmarkana og umfangsmikilla
viðhaldsframkvæmda í Suðurbæjarlaug verður opið um helgar í Sundhöll Hafnarfjarðar
til og með 14. júní nk. Sundlaugargestum er bent á að hægt er að fylgjast með rauntímafjölda
í hverri laug á vef bæjarins. 32 einstaklingar mega vera ofan í laug í einu í Sundhöll
Hafnarfjarðar og 200 einstaklingar í Ásvallalaug til og með 1. júní.

Rauntímaupplýsingar
um fjölda í hverri laug

Fyrstu dagar opnunar sundlauga Hafnarfjarðar eftir tilslökun
á samkomubanni hafa gengið nokkuð vel og flestir hafa komist að sem vilja.
Einhver bið var þó eftir sundferð í Sundhöll Hafnarfjarðar á mánudagskvöld enda
löngun eftir sundferð orðin mikil hjá mörgum. Með því að fylgjast með
rauntímaupplýsingum á vef bæjarins er hægt að lágmarka möguleika á „fýluferð“ í
laugarnar. Sundlaugargestir eru áfram beðnir um að fara í einu og öllu eftir
sóttvarnarreglum og sýna því skilning að til að byrja með verður einungis hægt
að taka á móti 50% af hámarksfjölda í hverri laug. Ef tilslakanir yfirvalda
varðandi sundlaugarnar ganga vel þá mun hámarksfjöldi fara í 75% þann 2. júní
og takmarkanir á fjölda falla niður frá og með mánudeginum 15. júní. 2ja metra
regla um nándarmörk er valkvæð og gestir beðnir um að virða regluna eftir megni
og möguleikum og dvelja ekki lengur en 1,5-2klst í hverri sundferð.

Tímabundin lokun ef
hámarksfjölda er náð

Á hverjum sundstað verður talið í laugarnar þannig að
tryggja megi að fjöldi í hverju rými fari ekki umfram reiknað hámark miðað við
stærð sundstaðar og ákvörðun ráðuneytis um hámarksfjölda einstaklinga í sama
rými á hverjum tíma. Tímabundin lokun laugar og mögulega ákveðinna rýma mun
eiga sér stað ef hámarksfjölda gesta er náð. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki talin
með í gestafjölda.

Opnunartímar í hverri
laug

  • Sundhöll Hafnarfjarðar er opin frá kl. 06:30 –
    21:00 virka daga. Til og með 14. júní verður Sundhöll Hafnarfjarðar opin um
    helgar, laugardaga frá kl. 08:00-18:00 og sunnudaga frá kl. 08:00-17:00. Hámarksfjöldi
    til og með 1. júní miðast við 32 einstaklinga (50%) og 75% frá og með 2. júní.
    Fjöldatakmarkanir falla niður 15.júní.
  • Ásvallalaug er opin frá kl. 06:30 – 22:00
    mánudaga til fimmtudaga, föstudaga frá kl. 06:30-20:00, laugardaga frá kl.
    08:00-18:00 og sunnudaga frá kl. 08:00-17:00. Rennibraut laugar er lokuð vegna
    viðhalds. Hámarksfjöldi til og með 1. júní miðast við 200 einstaklinga (50%) og
    75% frá og með 2. júní. Fjöldatakmarkanir falla niður 15.júní.
  • Suðurbæjarlaug opnar ekki strax sökum
    umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í lauginni þ.m.t. á þaki laugarinnar. Gert er
    ráð fyrir að opna útisvæði laugarinnar mánudaginn 25. maí nk. sem þýðir að
    einungis verður opið í útilaug, potta og útiklefa. Innilaug og búningsklefar
    inni sem og gufuböð og rennibraut verða lokuð áfram. Hámarksfjöldi til og með
    1. júní miðast við 30 einstaklinga (50%). Frá og með 2. júní er gert ráð fyrir
    60 einstaklingum. Meðan viðhaldsframkvæmdir standa yfir verða áfram takmarkanir
    á fjölda gesta.

Allar upplýsingar um sundlaugar Hafnarfjarðar er að finna hér

Ábendingagátt