Opið samtal – Viðtal við Valdimar á Thorsplani

Fréttir

Valdimar Víðisson bæjarstjóri verður með opið samtal í öðru glerhýsanna á Thorsplani mánudaginn 27. október  milli kl. 12-14.

Samtal við Valdimar á Thorsplani

„Hlakka til samtalsins um hvað eina sem brennur á Hafnfirðingum. Ábendingar um það sem betur má fara, skipulagsmál, skólamál, umhverfismál eða bara spjall um daginn og veginn,“ segir Valdimar Víðisson bæjarstjóri sem verður með opið spjall á Thorsplani mánudaginn 27. október milli klukkan 12-14.

  • Ekki þarf að panta tíma heldur einungis mæta. Ekki þarf að uppfylla aldur eða ræða ákveðið málefni. Öll eru velkomin með það sem er þeim efst í huga.

Valdimar býður þegar íbúum viðtalstíma á þriðjudagsmorgnum. Þá þarf að panta tíma í síma 585 5506. Á mánudag er hins vegar tækifæri að hitta hann auglitis til auglitis á Thorsplani án þess að panta tíma.

„Ég verð með heitt á könnunni,“ segir hann. 

 

Ábendingagátt