Opið samtal – Viðtal við Valdimar í þjónustuverinu

Fréttir

Veðrið hefur áhrif á opna viðtalið við Valdimar nú á föstudag. Við færum samtalið úr glerhýsinu á Thorsplani inn í þjónustuverið vegna úrhellis og roks. Heitt á könnunni og gott tækifæri til að spjalla um það sem brennur á hverju og einu.

Heitt á könnunni og gott spjall

Valdimar Víðisson bæjarstjóri verður með opið samtal í nýja þjónustuverinu Strandgötu 8-10 föstudaginn 26. september næstkomandi milli kk. 12-14. Valdimar ætlaði að vera í öðru glerhýsanna en vegna vondrar veðurspár, úrhellis og ellefu metra á sekúndu, gerum við breytingar og færum spjallið inn og úr rokinu.

  • Ekki þarf að panta tíma heldur einungis mæta. Ekki þarf að uppfylla aldur eða ræða ákveðið málefni. Öll eru velkomin með það sem er þeim efst í huga. 

Valdimar býður þegar íbúum viðtalstíma á þriðjudagsmorgnum. Þá þarf að panta tíma í síma 585 5506. Á föstudag er hins vegar tækifæri að hitta hann auglitis til auglitis í þjónustuverinu, að þessu sinni, án þess að panta tíma.

„Ég verð með heitt á könnunni,“ segir hann. 

Ábendingagátt