Opinn fundur: Áfangastaðurinn Hafnarfjörður

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins boða til opins fundar í Hafnarborg þriðjudaginn 3. júní kl. 17:00.

Opinn fundur í Hafnarborg

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins og Hafnarfjarðarbær boða til opins fundar í Hafnarborg þriðjudaginn 3. júní kl. 17:00. Skoðuð verður greining á áfangastaðnum Hafnarfirði með það markmið að vinna hugmyndir um hvernig hægt sé að efla áfangastaðinn ásamt móttöku ferðamanna og skemmtiferðaskipa. Verkefnið mun nýtast fyrir framtíðarsýn Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við ferðaþjónustu og móttöku ferðamanna ásamt því að nýtast í vinnu Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, meðal annars í tengslum við markaðssetningu á höfuðborgarsvæðinu.
Farið var í greiningu á áfangastaðnum og haldinn var hagaðilafundur þar sem markmiðið var að ræða móttöku ferðamanna og skemmtiferðaskipa. Áhersla var á tækifæri og áskoranir og voru unnar hugmyndir um hvernig megi efla bæinn sem áfangastað fyrir ferðamenn.
Nú er boðað til opins fundar þar sem ætlunin er að fara yfir niðurstöður verkefnisins og eiga samtal um framhaldið.
Öll velkomin sem hafa áhuga á þróun Hafnarfjarðarbæjar sem áfangastað.
Nánar um: Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins / Visit Reykjavík vinnur að þróun og markaðssetningu á áfangastaðnum í heild. Áherslan er á að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur með sjálfbærni að leiðarljósi. Stofan er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og ferðaþjónustunnar um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu.
Ábendingagátt