Opna kaffihús í Húsinu

Fréttir

Nýr vinnuhópur fatlaðra ungmenna í Húsinu, sem hefur fengið nafnið Geitungarnir, ætlar að halda úti kaffihúsi föstudaginn 23. október milli klukkan 16:30 og 18:30 í Staðarbergi 6. 

Nýr vinnuhópur fatlaðra ungmenna í Húsinu, sem hefur fengið nafnið Geitungarnir, ætlar að halda úti kaffihúsi föstudaginn 23. október milli klukkan 16:30 og 18:30 í Staðarbergi 6. Kaffi, heitt súkkulaði, bollakökur og skinkuhorn er meðal þess sem verður í boði gegn vægu gjaldi og auk þess verður handverkssala á staðnum en hópurinn hefur undanfarnar vikur hannað jólakúlur, könnur og kerti. Allir velkomnir.

Húsið – ungmennahús er fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára. Húsið er staður sem býður upp á jákvætt og vímulaust umhverfi og afþreyingu. Meginmarkmið starfsins er að reyna að virkja ungt fólk til félagslegra athafna og koma í veg fyrir aðgerðaleysi og félagslega einangrun.

Ábendingagátt