Opni leikvöllurinn við Álfaberg sem nýr

Fréttir

Leikvöllurinn við Álfaberg í Setberginu er kominn í nýjan búning. Það er ekki aðeins vetrarbúningur heldur hefur hann verið endurnýjaður. Þessi opni leikvöllur er einn af 70 í bænum.

Leikvöllurinn við Álfaberg kominn í fanta form

Leikvöllurinn við Álfaberg í Setberginu er kominn í nýjan búning. Það er ekki aðeins vetrarbúningur heldur hefur hann verið endurnýjaður.

Áður var aðeins leikvallamöl með tveimur gormaleiktækjum á svæðinu. Nú skartar hann gúmmíhellum, tveimur smábarnarólum og lítilli rennubraut. Leikvöllur er ætlaður fyrir yngstu kynslóðina.

Svæði sem gleður ungu kynslóðina

Tækifærið var gripið þegar HS veitur endurnýjuðu spennistöðina við leikvöllinn. Svæðið er lítið en krúttlegt, fínt að grípa piknik-teppi og eiga skemmilega lautarstund við nýhlaðinn vegginn þegar sólin fer aftur að skína og verma landið.

Hafnarfjarðarbær skartar 70 leikvöllum. Þónokkrir eru nú sem nýir. Í ár hefur, auk þessa vallar við Álfaberg, völlurinn við Spóaás, sá milli Einihlíðar og Bjarmahlíðar, og á Hörðuvöllum verið endurnýjaðir.

3-5 leikvellir endurnýjaðir ár hvert

Starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar fara árlega yfir leikvellina, meta ástandið og endurnýja með aðstoð verktaka. Ár hvert er að meðaltali 3-5 leikvellir endurgerðir og  aðrir lagaðir. Löggild endurskoðun á þeim öllum er gerð og lagað það sem aflaga hefur farið. Þá eru leikskólalóðir og grunnskólalóðir einnig teknar út.

Já, komdu að leika, komdu að leika. Opnu leikvellirnir bíða eftir þér!

Ábendingagátt