Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Tvennar sýningar opna í Hafnarb0rg á fimmtudag. Haustsýning safnsins er Algjörar skvísur, í sýningarstjórn Jösu Baka og Petru Hjartardóttur, og Þú ert hér: Frá Uppsölum til Hafnarfjarðar og Hafnarfirði til Uppsala.
Já, tökum öll listunnendurnir fimmtudagurinn 28. ágúst frá. Þá opna tvennar nýjar sýninga í Hafnarborg. Að þessu sinni kynnum við haustsýningu safnsins árið 2025, Algjörar skvísur, í sýningarstjórn Jösu Baka og Petru Hjartardóttur, og Þú ert hér: Frá Uppsölum til Hafnarfjarðar og Hafnarfirði til Uppsala, sem sett er upp í samstarfi við listaverkasafn Uppsalaborgar.
Sýningin Algjörar skvísur býður gestum að kanna þemu sem tengjast mýkt, krafti og kvenlegri orku í samtímalist. Sýningin hverfist um ólíkar birtingarmyndir sætleikans, guðdómlegar og goðsagnakenndar kvenlegar erkitýpur og andahyggjuna sem lítur á (móður) náttúru sem síkvika veru. Þá eru þessar hugmyndir skoðaðar út frá því hvernig þær eiga við fólk, staði og hluti, einkum nú þegar segja má að kvenlegar erkitýpur séu að koma fram úr fylgsnum sínum og umbreyta skilningi okkar á sjálfsmynd og jafnvægi.
Á sýningunni má finna verk sem unnin eru í margvíslega miðla en markmiðið með sýningunni er að varpa ljósi á það hvernig þátttakendur túlka hinar ýmsu erkitýpur og goðsagnaverur, sem og samband okkar við náttúruna. Þannig býður Algjörar skvísur upp á áhugaverð sjónarhorn á viðkvæmni og mennsku með því að opna gátt fyrir hið yfirnáttúrulega til að flæða inn í jarðneskt líf.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Berglind Ágústsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir, Darsha Hewitt og Svava Skúladóttir, Dýrfinna Benita Basalan og Róska, Gunnhildur Hauksdóttir og Gunnþórunn Sveinsdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir og Kíkó Korriró, Hulda Vilhjálmsdóttir og Jóhannes S. Kjarval, Veronica Brovall og Sóley Eiríksdóttir. Sýningarstjórar eru Jasa Baka og Petra Hjartardóttir.
Hvað er hér, hvað er heima, hvað er nærumhverfi eða -samfélag? Allt eru þetta afstæð hugtök sem miðast við stöðu eða samband einstaklingsins við umheiminn. Við staðsetjum okkur á landakorti, búum til heimili og lærum að þekkja aðstæður, myndum tengsl og skynjum okkur sem hluta af heild. En þetta sjónarhorn – líkt og allt annað – getur tekið breytingum, hvort sem er á ferðalagi eða við búferlaflutninga, til dæmis.
Á sýningunni getur að líta verk úr listaverkasafni Uppsala, vinabæjar Hafnarfjarðar, sem staðsettur er í 2085 kílómetra fjarlægð héðan, eins og stendur á götuskilti við Ráðhús bæjarins, sem vísar til 10 vinabæja Hafnarfjarðar. Verkin bera vott um lífið í Uppsölum, umhverfi bæjarins og sögu en þá kann margt í okkar eigin lífi og umhverfi að minna á hinn sænska veruleika. Enda er margt sem sameinar okkur eða er líkt á norðurslóðum: svipað loftslag og kaldar nætur, gróður og dýralíf, viðhorf og gildismat, að ógleymdum hinum sameiginlega menningararfi Norðurlanda.
Þá er markmiðið með sýningunni að draga fram tengslin á milli vinabæjanna og bjóða gestum að ferðast í huganum til Uppsala. Þá sjáum við eigin veruleika og heim þeirra sem þar búa frá nýju sjónarhorni, frá afstæðum punkti sem fyrirfinnst hvorki þar né hér, heldur verður til innra með okkur, í eigin hugskoti. Því að það er ekkert sem tengir okkur eins og að setja okkur í spor annarra – sjá og skilja lífið í gegnum listina. Sýningarnefnd: Aldís Arnadóttir, Hólmar Hólm, Mikaela Granath og Tove Otterclou.
Aðgangur ókeypis – sjáumst í Hafnarborg
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…