Skilaboð frá Vatnsveitu: Opnun brunahana óheimil

Fréttir

Að gefnu tilefni vill Vatnsveita Hafnarfjarðar ítreka að engum er heimilt að opna brunahana í Hafnarfirði nema slökkviliði og starfsmönnum Vatnsveitunnar. 

Af gefnu tilefni vill Vatnsveita Hafnarfjarðar ítreka að engum
er heimilt að opna brunahana í Hafnarfirði nema slökkviliði og starfsmönnum
Vatnsveitunnar. 

Þeir sem þurfa að fá vatn á tanka er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar á Norðurhellu 2, en þar er áfyllingaraðstaða.
Fyllt er á bíla og tæki mánudaga – fimmtudaga frá kl. 8 – 16:30 og á föstudögum frá 8-15. Lágmarksafgreiðsla miðast við 1 tonn/skipti og að hámarksafgreiðsla miðast við 6 tonn/skipti. Gjald fyrir áfyllingu er 572 kr/ tonn.

Ábendingagátt