Opnun tilboða í byggingu knatthúss Hauka

Fréttir

Í gær fimmtudaginn 26. ágúst voru opnuð tilboð í byggingu knatthúss Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði. Tilboðin voru opnuð kl. 14 í húsnæði umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2. 

Í gær fimmtudaginn 26. ágúst voru opnuð tilboð í byggingu knatthúss
Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði. Tilboðin voru opnuð kl. 14 í húsnæði
umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2. Um miðjan
júní óskaði Hafnarfjarðarbær eftir
tilboðum verktaka í 1. áfanga knatthúss Hauka sem felur í sér að byggja að
Ásvöllum 1 fullbúinn knattsal með tæknirýmum, uppsteyptri þjónustubyggingu og
lóðafrágangi. Stærð knattsalar er 10.284
m² með fullbúnum knattspyrnuvelli í keppnisstærð ásamt hliðarsvæðum, 33 m²
inntaksrými og uppsteypt 873 m²þjónustubygging.

Eftirfarandi tilboð bárust:

  • Íslenskir aðalverktakar hf. 3.399.107.883.-
  • Stálgrindarhús ehf. í samstarfi við SG BYGG 3.437.525.677.-
  • GG Verk ehf. 3.889.484.141.-
  • Flotgólf ehf. 4.704.220.717.-
  • K16 ehf. 3.780.721.218.-

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 3.091.222.162.- Fundarmenn voru inntir eftir fyrirvörum eða
athugasemdum við útboðsgögn. Engar athugasemdir bárust. Framkvæmdanefnd um knatthús á Ásvöllum mun funda í næstu
viku þar sem tekin verður afstaða til tilboðanna.

Ábendingagátt