Opnunarhátíð og opið hús í nýju Lífsgæðasetri St. Jó

Fréttir

Síðustu mánuði hefur líf verið að fæðast að nýju í gamla húsnæði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Húsið var í dag, á 93 ára vígsluafmælisdegi þess, opnað formlega sem lífsgæðasetur og mun hýsa starfsemi fyrirtækja sem byggja á gildum setursins og snúa að heilsu, samfélagi og sköpun.

Síðustu mánuði hefur líf verið að færast að nýju í gamla
húsnæði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Húsið var í dag, á 93 ára vígsluafmælisdegi
þess, opnað formlega sem lífsgæðasetur og mun hýsa starfsemi fyrirtækja sem
byggja á gildum setursins og snúa að heilsu, samfélagi og sköpun. Fimmtán fyrirtæki eru þegar komin með aðstöðu í
setrinu og munu þau bjóða upp á þjónustu sem miðar að því að efla og auka heilsu
og lífsgæði íbúa og vina Hafnarfjarðar með einum eða öðrum hætti.

Mynd2MargmenniStJoFjölmenni var við opnunarhátíð á Lífsgæðasetri í St. Jó í dag

Kaup Hafnarfjarðarbæjar á eignarhlut
ríkisins í St. Jó sumarið 2017 fólu í sér tvíhliða skuldbindingu, annars vegar að
reka almannaþjónustu í húsinu að lágmarki í 15 ár og hins vegar að hefja
rekstur í húsinu innan þriggja ára frá undirritun samnings. Nú þegar rétt rúm tvö
ár eru liðin frá kaupunum hefur húsið aftur verið opnað og því þar með tryggt
framhaldslíf og áframhaldandi saga eftir sex ár í óvissu þar sem allri
starfsemi var hætt í húsinu árið 2011. „Þessu
húsi fylgir djúpstæð saga við hvert fótmál sem mun lifa áfram með húsinu og í
hjörtum allra þeirra sem kynntust á einhvern hátt starfi St. Jósefssystra á
spítalanum. Fyrirtæki lífsgæðaseturs eru þegar farin að marka þá sögu sem við
munum sjá í húsinu næstu misserin. Hingað eru komnir sálfræðingar, markþjálfar,
félagasamtök, fræðslusetur, jóga og heilsuefling fyrir eldri borgara svo fátt
eitt sé nefnt. Aukin þjónusta á fjölbreyttu sviði í Heilsubænum Hafnarfirði“
sagði
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar við opnun Lífsgæðaseturs St. Jó
í dag. Uppbygging á St. Jó er tekin í áföngum og við formlega opnun í dag er 2.
hæð hússins auk kapellu tekin í notkun. Hæðin er þegar orðin þéttsetin og
kominn biðlisti en til framtíðar litið, þegar aðrar hæðir verða tilbúnar, er
nóg af lausum rýmum og alltaf opið fyrir álitlegar umsóknir. Í sumar flutti
leikfélag Hafnarfjarðar inn í gömlu kapelluna og mun nýta húsnæðið, hvort sem
heldur er fyrir æfingar og sem sýningarstað fyrir verk sín. Þau hafa síðustu
vikur unnið að því að skapa og móta leikhús í kapellunni. 

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Lífsgæðaseturs St. Jó

Ábendingagátt