Órói á Reykjanesi – mikilvæg skilaboð til íbúa

Fréttir

Í ljósi jarðhræringa og umræðu um möguleika á gosi á Reykjanesskaga er rétt að upplýsa íbúa um eftirfarandi. Neyðarstjórn sveitarfélagsins er á vaktinni og starfar í nánu samstarfi við almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu sem er þessa dagana, í samstarfi við landsins helstu sérfræðinga á fjölbreyttu sviði, að rýna gögn, myndir og greiningar, teikna upp mögulegar sviðsmyndir og samræma aðgerðir og framkvæmdir. 

Hlustum á og förum eftir ráðleggingum almannavarna 

Í ljósi jarðhræringa og umræðu um möguleika á gosi á
Reykjanesskaga er rétt að upplýsa íbúa um eftirfarandi. Neyðarstjórn
sveitarfélagsins er á vaktinni og starfar í nánu samstarfi við almannavarnir á
höfuðborgarsvæðinu sem er þessa dagana, í samstarfi við landsins helstu
sérfræðinga á fjölbreyttu sviði, að rýna gögn, myndir og greiningar, teikna upp
mögulegar sviðsmyndir og samræma aðgerðir og framkvæmdir. Sviðsmyndir sem taka
til jarðskjálfta, kvikuinnskots, eldgoss, gasdreifingar og hraunrennslis þannig
að það er verið að hugsa um allt það sem mögulega gæti gerst bæði miðað við
aðstæður í dag og til framtíðar litið. 

Við erum í góðum og öruggum höndum okkar
helstu sérfræðinga

Höfuðborgarsvæðið er með samræmdar viðbragðsáætlanir og
rýmingaráætlun fyrir svæðið. Eins og staðan er núna þá er afar ólíklegt að
grípa þurfi til virkjunar á áætlunum en þær eru til staðar og verða virkjaðar
ef þess þarf. Þessar áætlanir segja til um skipulag og stjórnun aðgerða og eru
allir viðbragðsaðilar þegar meðvitaðir um stöðu mála og í startholunum ef grípa
þarf til einhverra aðgerða.

Ráðleggingar til íbúa

  • Halda
    ró sinni og hlusta á ráðleggingar almannavarna. Mikil og rík áhersla er
    lögð á stöðuga og vandaða upplýsingagjöf í gegnum fjölmiðla og
    samfélagsmiðla
  • Finna
    leiðir til að láta sér líða vel þrátt fyrir aðstæður. Sumir fá sálræn
    einkenni og upplifa breytingar á líðan. Hjálparsími Rauða krossins er
    alltaf opinn – 1717
  • Leggja
    orðaröðina krjúpa, skýla og halda á minnið og hafa hana alltaf í huga á
    tímum jarðhræringa

Ef einhver hætta skapast þá verða viðeigandi
viðbragðsáætlanir virkjaðar og íbúar upplýstir um aðgerðir. Minnum okkur á að
fallega landið okkar býr yfir þessum mikla krafti og oftast er ekki mikil hætta
á ferð.

Á vef almannavarna er finna góðar og gagnlegar upplýsingar um forvarnir,
fræðslu og viðbrögð við almannavá auk þeirra áætlana sem unnar hafa verið
síðustu dagar, vikur og ár.

Höldum ró okkar og hlustum á ráðleggingar almannavarna

Ábendingagátt