Örstyrkir til menningar og lista á aðventunni

Fréttir

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um örstyrki til menningarmála á aðventunni.

Viltu taka þátt í að auðga jólaandann á aðventunni?

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um örstyrki til menningarmála á aðventunni. Til þess að styðja við hafnfirskt listafólk og hafnfirska menningu verður hluta af fjármagni Jólaþorpsins í Hafnarfirði úthlutað til ýmissa verkefna sem fara fram á aðventunni 2021. Óskað er eftir hvers konar atriðum, upplifun og skemmtun sem auðgað geta jólastemningu í jólabænum á aðventunni. Mikilvægt er að verkefnin skírskoti til breiðs hóps fólks og margir fái að njóta.

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2021

Skriflegar umsóknir um örstyrk skal senda á netfangið jolathorp@hafnarfjordur.is undir fyrirsögninni: Umsókn um örstyrk fyrir klukkan 23:59 mánudaginn 15. nóvember. Miðað er við að úthlutun verði lokið 26. nóvember.

Í umsókn þarf að koma fram: Nafn umsækjanda, kennitala, netfang, símanúmer, upplýsingar um atriði sem sótt er um styrk fyrir og einföld kostnaðaráætlun. Við úthlutun verður tekið mið af reglum menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar um styrki til menningarstarfsemi. Best er að sameina umsókn í eitt PDF-skjal með öllum gögnum.

Jólabærinn Hafnarfjörður

Jólaþorpið er bæjarviðburður sem kjarnar jólamenninguna í Hafnarfirði og er heimsókn í jólaþorpið, söfn, verslanir, kaffihús og veitingastaði mikilvægur og ómissandi hluti af jólaundirbúningi margra. Á ári hverju á aðventunni hverju kemur fram, í jólaþorpinu og víðar í Hafnarfirði, stór og fjölbreyttur hópur listafólks með hvers kyns atriði og nú er auglýst eftir  skapandi og skemmtilegum einstaklingum og hópum sem búa yfir hugmyndum að pop-up viðburðum, sýningum og verkefnum sem eru til þess fallin að efla menningu og glæða mannlífið á í Hafnarfirði á aðventunni.

Ábendingagátt