Örstyrkir til verkefna á Björtum dögum í allt sumar

Fréttir

 Opnað hefur verið fyrir umsóknir um örstyrki til þess að halda viðburði og uppákomur um allan bæ í sumar eftir því sem sóttvarnarreglum og fjöldatakmörkunum sleppir.

Opið fyrir umsóknir um örstyrki

Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Hátíðin hófst með því að syngja inn sumarið síðasta vetrardag en ákveðið hefur verið að hátíðin standi yfir í allt sumar og verði hattur fjölbreyttra hátíðarhalda eftir því sem sóttvarnarreglum og fjöldatakmörkunum sleppir. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um örstyrki til þess að halda viðburði og uppákomur um allan bæ í sumar. Mikilvægt er að verkefnin skírskoti til breiðs hóps fólks og margir fái að njóta.

Umsóknarfrestur er til 15.maí. Úthlutun fyrir 1. júní og 1. júlí 

Skriflegar umsóknir um fjárframlag til að skipuleggja viðburði og uppákomur í sumar skal senda verkefnastjóra Bjartra daga sem viðhengi á menning@hafnarfjordur.is fyrir 15. maí og/eða 15. júní. Best er að sameina umsókn í eitt PDF-skjal með öllum gögnum. Umsóknir verða lagðar fyrir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar fjármagni í samræmi við reglur menningar- og ferðamálanefndar um styrki til menningarstarfsemi. Nefndin mun úthluta örstyrkjum fyrir 1. júní og 1. júlí til verkefna sem fara fram í júní, júlí og ágúst.

Í umsókn þarf að koma fram:

  • Nafn umsækjenda, kennitala, nafn og símanúmer
  • Samstarfsaðilar
  • Markmið, lýsing og tilefni umsóknar
  • Styrkupphæð sem sótt er um
  • Tíma- og verkáætlun
  • Önnur fjármögnun
  • Kostnaðaráætlun


Viltu skrá viðburð til þátttöku?

Hægt er að senda inn upplýsingar um viðburði í Hafnarfirði til birtingar í viðburðir framundan á hafnarfjordur.is

Ábendingagátt